Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2025 07:09 Dætur Combs og móðir hans mættu í dómsal í gær en sjálfur lét hann lítið fyrir sér fara. Getty/John Lamparski „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira