Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir, Hreiðar Þór Valtýsson og Þór Heiðar Ásgeirsson skrifa 27. júní 2025 08:00 Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík. Undir merkjum UNESCO rekur Ísland GRÓ, alþjóðlega menntamiðstöð (e. GRÓ centre) sem sameinar fjóra sérhæfða skóla: Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Þessir skólar eru ekki hefðbundnir háskólar, heldur þróunarverkefni með mikla sérstöðu; vettvangur þar sem íslensk sérfræðiþekking á sviðum sem við teljum okkur best í er miðlað áfram til leiðtoga framtíðarinnar í þróunarríkjum. GRÓ er ekki vettvangur þar sem fræðin streyma í eina átt, heldur er það staður samræðna, reynslu og virkrar þátttöku. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og hefst samráð við heimalönd þátttakenda löngu áður en félagarnir stíga fæti á íslenska grund. Ekki er litið á þá sem taka þátt í námskeiðinu á Íslandi sem nemendur heldur félaga (e. fellows) eða fagfólk sem er yfirleitt vel menntað og reynslumikið fólk og er áherslan að deila reynslu og þekkingu innan hópsins. Markmið, menningarlegar forsendur og væntingar nemenda eru kortlagðar með viðtölum og greiningum. Þannig verður námið persónulegt, hagnýtt, og beintengt raunverulegum áskorunum heima fyrir. Sjávarútvegsskóli GRÓ, sem hóf starfsemi árið 1998 undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University), er skýrt dæmi um frábæran árangur. Þar nýta sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Fiskistofu, Matís og ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi innsýn sína í sjávarútveg og matvælaöryggi til að efla þátttakendur sem koma víðs vegar að úr heiminum. Þjálfunarnámið er rannsóknarmiðað og spannar sex mánuði, og því lýkur með verkefni sem snýr beint að aðstæðum í heimalandi þátttakenda, til dæmis gæðastjórnun í fiskvinnslu á Zanzibar, stofnmati á nytjategundum á Kúbu, eða ráðgjöf fyrir smábátaútgerð í Gana. Það er freistandi að halda að Ísland – með sínum 400.000 íbúum – geti ekki átt stóran þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, en frá stofnun hefur Sjávarútvegsskóli GRÓ þjálfað meira an 500 sérfræðinga frá um 60 löndum. En einmitt vegna smæðarinnar hefur Ísland þróað vinnulag sem byggir ekki á miklum peningum, heldur nánu sambandi vísindafólks og hagaðila, sveigjanleika og virku jafnræði. Lærdómurinn verður ekki til í fyrirlestrasalnum heldur í samtali, samstarfi og raunverulegum aðstæðum. Sú þekking og reynsla sem verður til í Sjávarútvegsskólanum er einnig flutt út til samstarfslandanna í formi námskeiða og vinnustofa í samstarfi við fyrrum nemendur og samstarfsstofnanir. Leiðbeinendur, sem koma úr helstu samstarfstofnunum og iðnaðinum, eru ekki fulltrúar yfirvalda heldur hvatamenn sem styðja þátttakendur til að finna eigin lausnir. Það er þessi nálgun – valdefling, ekki yfirráð – sem skilar árangri. Þegar þátttakendur snúa aftur heim hafa þeir ekki aðeins bætt við sig fræðilegri kunnáttu, heldur öðlast hagnýt verkfæri til að leiða breytingar: til að efla atvinnulíf, auka verðmæti aflans, auka jafnrétti, styrkja náttúruvernd eða bæta stjórnsýslu. Þannig verður menntun að raunverulegu þróunarverkefni sem hefur áhrif langt út fyrir skólastofuna. Þessi starfsemi krefst þó tíma og fjármögnunar – ekki óhóflegrar, en stöðugrar. Í ljósi góðs árangurs mætti ætla að stuðningur við GRÓ og sambærileg verkefni væri sjálfsagður þáttur í íslenskri þróunarsamvinnu til framtíðar. Í stað þess að líta á menntun sem aukaatriði í forgangsröðun, ætti að viðurkenna hana sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar, og fjárfesta í henni af ábyrgð og framtíðarsýn. Menntun sem þróunarverkefni er hvorki dýrasta né flóknasta leiðin – en hún er líklega áhrifaríkasta leiðin til að breyta samfélögum til lengri tíma. Ísland hefur hér einstakt tækifæri til að nýta sína sérstöðu, ekki með því að gera allt sjálft, heldur með því að styðja aðra til að nýta sína eigin krafta til að nýta náttúrauðlindir sjávar og lands á sjálfbæran hátt og stuðla að jafnrétti. GRÓ-skólarnir sýna að litla landið á Norður-Atlantshafi getur kennt heiminum margt, ef það heldur áfram að trúa á mátt menntunar, samstarfs og virðingar. Og ef íslensk stjórnvöld og samfélag vilja raunverulega leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar á heimsvísu, þá er þetta ein besta leiðin: að fjárfesta í menntun sem leið til umbreytinga. Í heimi þar sem við stefnum stöðugt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, er menntun ekki bara einn þáttur í forgangsröðun – hún er grunnurinn sjálfur. GRÓ-skólarnir sýna að með skýra áherslu á samfélagsleg áhrif og einstaklingsbundna valdeflingu getur smá þjóð sem Ísland orðið stór í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og menntun á sviði nýtingu og verndun náttúruauðlinda, og jafnréttis og því er mikilvægt að efla þessa vinnu enn frekar. Verena Karlsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri Hreiðar Þór Valtýsson er dósent við Háskólann á Akureyri, umsjónarmaður fiskveiðistjórnunarlínu Sjávarútvegsskóla GRÓ Þór Heiðar Ásgeirsson er forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Hafrannsóknarstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Þróunarsamvinna Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík. Undir merkjum UNESCO rekur Ísland GRÓ, alþjóðlega menntamiðstöð (e. GRÓ centre) sem sameinar fjóra sérhæfða skóla: Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Þessir skólar eru ekki hefðbundnir háskólar, heldur þróunarverkefni með mikla sérstöðu; vettvangur þar sem íslensk sérfræðiþekking á sviðum sem við teljum okkur best í er miðlað áfram til leiðtoga framtíðarinnar í þróunarríkjum. GRÓ er ekki vettvangur þar sem fræðin streyma í eina átt, heldur er það staður samræðna, reynslu og virkrar þátttöku. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og hefst samráð við heimalönd þátttakenda löngu áður en félagarnir stíga fæti á íslenska grund. Ekki er litið á þá sem taka þátt í námskeiðinu á Íslandi sem nemendur heldur félaga (e. fellows) eða fagfólk sem er yfirleitt vel menntað og reynslumikið fólk og er áherslan að deila reynslu og þekkingu innan hópsins. Markmið, menningarlegar forsendur og væntingar nemenda eru kortlagðar með viðtölum og greiningum. Þannig verður námið persónulegt, hagnýtt, og beintengt raunverulegum áskorunum heima fyrir. Sjávarútvegsskóli GRÓ, sem hóf starfsemi árið 1998 undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University), er skýrt dæmi um frábæran árangur. Þar nýta sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Fiskistofu, Matís og ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi innsýn sína í sjávarútveg og matvælaöryggi til að efla þátttakendur sem koma víðs vegar að úr heiminum. Þjálfunarnámið er rannsóknarmiðað og spannar sex mánuði, og því lýkur með verkefni sem snýr beint að aðstæðum í heimalandi þátttakenda, til dæmis gæðastjórnun í fiskvinnslu á Zanzibar, stofnmati á nytjategundum á Kúbu, eða ráðgjöf fyrir smábátaútgerð í Gana. Það er freistandi að halda að Ísland – með sínum 400.000 íbúum – geti ekki átt stóran þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, en frá stofnun hefur Sjávarútvegsskóli GRÓ þjálfað meira an 500 sérfræðinga frá um 60 löndum. En einmitt vegna smæðarinnar hefur Ísland þróað vinnulag sem byggir ekki á miklum peningum, heldur nánu sambandi vísindafólks og hagaðila, sveigjanleika og virku jafnræði. Lærdómurinn verður ekki til í fyrirlestrasalnum heldur í samtali, samstarfi og raunverulegum aðstæðum. Sú þekking og reynsla sem verður til í Sjávarútvegsskólanum er einnig flutt út til samstarfslandanna í formi námskeiða og vinnustofa í samstarfi við fyrrum nemendur og samstarfsstofnanir. Leiðbeinendur, sem koma úr helstu samstarfstofnunum og iðnaðinum, eru ekki fulltrúar yfirvalda heldur hvatamenn sem styðja þátttakendur til að finna eigin lausnir. Það er þessi nálgun – valdefling, ekki yfirráð – sem skilar árangri. Þegar þátttakendur snúa aftur heim hafa þeir ekki aðeins bætt við sig fræðilegri kunnáttu, heldur öðlast hagnýt verkfæri til að leiða breytingar: til að efla atvinnulíf, auka verðmæti aflans, auka jafnrétti, styrkja náttúruvernd eða bæta stjórnsýslu. Þannig verður menntun að raunverulegu þróunarverkefni sem hefur áhrif langt út fyrir skólastofuna. Þessi starfsemi krefst þó tíma og fjármögnunar – ekki óhóflegrar, en stöðugrar. Í ljósi góðs árangurs mætti ætla að stuðningur við GRÓ og sambærileg verkefni væri sjálfsagður þáttur í íslenskri þróunarsamvinnu til framtíðar. Í stað þess að líta á menntun sem aukaatriði í forgangsröðun, ætti að viðurkenna hana sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar, og fjárfesta í henni af ábyrgð og framtíðarsýn. Menntun sem þróunarverkefni er hvorki dýrasta né flóknasta leiðin – en hún er líklega áhrifaríkasta leiðin til að breyta samfélögum til lengri tíma. Ísland hefur hér einstakt tækifæri til að nýta sína sérstöðu, ekki með því að gera allt sjálft, heldur með því að styðja aðra til að nýta sína eigin krafta til að nýta náttúrauðlindir sjávar og lands á sjálfbæran hátt og stuðla að jafnrétti. GRÓ-skólarnir sýna að litla landið á Norður-Atlantshafi getur kennt heiminum margt, ef það heldur áfram að trúa á mátt menntunar, samstarfs og virðingar. Og ef íslensk stjórnvöld og samfélag vilja raunverulega leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar á heimsvísu, þá er þetta ein besta leiðin: að fjárfesta í menntun sem leið til umbreytinga. Í heimi þar sem við stefnum stöðugt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, er menntun ekki bara einn þáttur í forgangsröðun – hún er grunnurinn sjálfur. GRÓ-skólarnir sýna að með skýra áherslu á samfélagsleg áhrif og einstaklingsbundna valdeflingu getur smá þjóð sem Ísland orðið stór í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og menntun á sviði nýtingu og verndun náttúruauðlinda, og jafnréttis og því er mikilvægt að efla þessa vinnu enn frekar. Verena Karlsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri Hreiðar Þór Valtýsson er dósent við Háskólann á Akureyri, umsjónarmaður fiskveiðistjórnunarlínu Sjávarútvegsskóla GRÓ Þór Heiðar Ásgeirsson er forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Hafrannsóknarstofnun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar