Fínasta grillveður í kortunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 20:00 Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Vísir/Vilhelm Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land. Í veðuráhugamannahópnum Fimbulvetur á Facebook voru menn að velta vöngum yfir nýrri spá frá danskri veðurstofu, sem spáði því að lægð yrði yfir Íslandi með tilheyrandi úrkomu og leiðindum í næstu viku, alveg fram að 14. júlí. Þá ætti lægðarsvæðið að vera komið norður fyrir land og loksins gæti farið að stytta upp og hlýna. „Alls ekki sammála“ Siggi stormur, sem spáði í spilin í Reykjavík síðdegis eins og gjarnan, segir að danska spáin sé alls ekki sammála öðrum kortum sem hann hefur verið að grúska í, frá Evrópumiðstöðinni og kortum vestanhafs. Hann segir ekki hægt að segja annað en að prýðilegt veður hafi verið á Íslandi um landið vítt og endilangt síðustu vikur, þó það hafi verið rigning á köflum. „En við getum sagt að verðurlagið, það er ekkert eðlilegt að menn fái sólskin dag eftir dag, og það er heldur ekki eðlilegt að menn séu í rigningu dag eftir dag.“ Það hefur verið og verður svolítill lægðargangur, við og í kringum landið. Í næstu viku, þá er að sjá að strax á þriðjudag verður nú komið þolanlegt veður um sunnan og vestanvert landið, með tilliti til sólar.“ Þá segir hann um viku 28, 7. til 13. júlí, þar sem Danir spáðu lægð og leiðindum, að aðrar spár geri ráð fyrir hæðarsvæði með björtu veðri víða um land. „Já svona frá þriðjudeginum 8. júlí og áfram eftir það. Svona auðvitað með einhverjum úrkomuflekkjum hér og þar eins og gjarnan er.“ „Þessi danska spá er alveg á skjön það sem að ég er að sjá í þeim spám sem hafa verið að berast í dag.“ Í kortunum er þá fínasta grill- og stuttbuxnaveður? „Jú það er fínasta grillveður, þó það dropi með síðdegisskúrum, á eiga menn bara að fagna því. En fínasta grillveður og það er hægt að setja á sig derhúfu og horfa upp í himin þess vegna og svo á steikina þess á milli, bara til að sjá hversu mikil rigningin kann að verða,“ segir Siggi stormur. Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Í veðuráhugamannahópnum Fimbulvetur á Facebook voru menn að velta vöngum yfir nýrri spá frá danskri veðurstofu, sem spáði því að lægð yrði yfir Íslandi með tilheyrandi úrkomu og leiðindum í næstu viku, alveg fram að 14. júlí. Þá ætti lægðarsvæðið að vera komið norður fyrir land og loksins gæti farið að stytta upp og hlýna. „Alls ekki sammála“ Siggi stormur, sem spáði í spilin í Reykjavík síðdegis eins og gjarnan, segir að danska spáin sé alls ekki sammála öðrum kortum sem hann hefur verið að grúska í, frá Evrópumiðstöðinni og kortum vestanhafs. Hann segir ekki hægt að segja annað en að prýðilegt veður hafi verið á Íslandi um landið vítt og endilangt síðustu vikur, þó það hafi verið rigning á köflum. „En við getum sagt að verðurlagið, það er ekkert eðlilegt að menn fái sólskin dag eftir dag, og það er heldur ekki eðlilegt að menn séu í rigningu dag eftir dag.“ Það hefur verið og verður svolítill lægðargangur, við og í kringum landið. Í næstu viku, þá er að sjá að strax á þriðjudag verður nú komið þolanlegt veður um sunnan og vestanvert landið, með tilliti til sólar.“ Þá segir hann um viku 28, 7. til 13. júlí, þar sem Danir spáðu lægð og leiðindum, að aðrar spár geri ráð fyrir hæðarsvæði með björtu veðri víða um land. „Já svona frá þriðjudeginum 8. júlí og áfram eftir það. Svona auðvitað með einhverjum úrkomuflekkjum hér og þar eins og gjarnan er.“ „Þessi danska spá er alveg á skjön það sem að ég er að sjá í þeim spám sem hafa verið að berast í dag.“ Í kortunum er þá fínasta grill- og stuttbuxnaveður? „Jú það er fínasta grillveður, þó það dropi með síðdegisskúrum, á eiga menn bara að fagna því. En fínasta grillveður og það er hægt að setja á sig derhúfu og horfa upp í himin þess vegna og svo á steikina þess á milli, bara til að sjá hversu mikil rigningin kann að verða,“ segir Siggi stormur.
Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29
Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30