Þyngdi dóm fyrir tilraun til manndráps Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 15:17 Landsréttur þyngdi dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni sem braust inn á heimili í Hafnarfirði á aðfangadag 2023 og skaut úr skammbyssu. Vísir/Viktor Freyr Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni úr fimm árum í sex fyrir skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld 2023. Ásgeir og annar maður brutust grímuklæddir inn á heimili í Hvaleyrarholti og skaut Ásgeir sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp fimm ára dóm yfir Ásgeiri í júní í fyrra fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir að aðstoða Ásgeir, annar þeirra m.a. fyrir að brjótast inn með honum og hinn fyrir að aka þeim til og frá vettvangi. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar tveimur vikum eftir að dómur féll í héraði. Ákæruvaldið krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en hinir ákærðu að refsing þeirra yrði milduð eða þeir sýknaðir. Í dómi Landsréttar er fallist á að það hefði verið hending ein að skotin hæfðu ekki brotaþola. Einnig segir að Ásgeiri hafi hlotið að vera ljóst að lífshættulegt sé að skjóta sex skotum úr skammbyssu í átt að fólki af stuttu færi, án neinnar vissu um hvar skotin lendi. Því hafi Ásgeiri hlotið að gera sér grein fyrir því að bani gæti hlotist af háttsemi hans. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu Ásgeirs fyrir tilraun til manndráps gagnvart feðginunum, hættubrot gagnvart öðrum tveimur brotaþolum og vopnalagabrot. Var dómurinn yfir Ásgeiri þyngdur úr fimm árum í sex. Þá staðfesti Landsréttur þrjátíu mánaða fangelsisdóm yfir karlmanninum sem tók þátt í árásinni og eins árs skilorðsbundinn dóm yfir átján ára pilti sem ók árásarmönnunum á vettvang. Ákæru um húsbrot var vísað frá dómi. Árásarmennirnir voru dæmdir til að greiða feðginunum samtals fjórar og hálfa milljón króna í miskabætur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp fimm ára dóm yfir Ásgeiri í júní í fyrra fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir að aðstoða Ásgeir, annar þeirra m.a. fyrir að brjótast inn með honum og hinn fyrir að aka þeim til og frá vettvangi. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar tveimur vikum eftir að dómur féll í héraði. Ákæruvaldið krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en hinir ákærðu að refsing þeirra yrði milduð eða þeir sýknaðir. Í dómi Landsréttar er fallist á að það hefði verið hending ein að skotin hæfðu ekki brotaþola. Einnig segir að Ásgeiri hafi hlotið að vera ljóst að lífshættulegt sé að skjóta sex skotum úr skammbyssu í átt að fólki af stuttu færi, án neinnar vissu um hvar skotin lendi. Því hafi Ásgeiri hlotið að gera sér grein fyrir því að bani gæti hlotist af háttsemi hans. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu Ásgeirs fyrir tilraun til manndráps gagnvart feðginunum, hættubrot gagnvart öðrum tveimur brotaþolum og vopnalagabrot. Var dómurinn yfir Ásgeiri þyngdur úr fimm árum í sex. Þá staðfesti Landsréttur þrjátíu mánaða fangelsisdóm yfir karlmanninum sem tók þátt í árásinni og eins árs skilorðsbundinn dóm yfir átján ára pilti sem ók árásarmönnunum á vettvang. Ákæru um húsbrot var vísað frá dómi. Árásarmennirnir voru dæmdir til að greiða feðginunum samtals fjórar og hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira