„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2025 19:27 Í Kjarnaskógi rís nú Múmínskógur. Vísir Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar. Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira
Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar.
Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira