Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júní 2025 13:55 Kristrún og Þorgerður Katrín spjölluðu við Donald Trump. NATO Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira