Auglýsingaskrum Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar 25. júní 2025 07:31 Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Stefán Georgsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vindhanagal Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Sjá meira
Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar