Krossferðir - Íslamófóbía - Palestína Kristján Þór Sigurðsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Þegar Greta Thunberg ræddi við fréttafólk eftir heimkomu sína frá Palestínu um daginn, eftir að hafa tekið þátt í siglingu með neyðargögn til sveltandi fólks á Gaza, sagði hún að ástandið snerist fyrst og fremst um rasisma. Þetta má til sanns vegar færa. Frá því að Úrban II, páfi latneskrar kristni í Evrópu, hrinti af stað fyrstu krossferðinni árið 1095, til að hrifsa Jerúsalem, einnig kölluð Al-Quds, úr höndum „trúvillinganna“ sem þar réðu ríkjum – en það voru múslimar, gyðingar og ortódox kristnir – og þar til í dag, þar sem evrópskir, kristnir og síonískir krossfarar eru enn að herja á Al-Quds og Palestínumenn, hertaka lönd þeirra, stofna landránsnýlendur, og reyna að útrýma þeim, eins og þeir gerðu þau 200 ár sem krossferðirnar stóðu yfir. Þegar á miðöldum voru múslimar, sem bjuggu víða um Evrópu – m.a. á Íberíuskaganum, Sikiley og Suðaustur-Evrópu – orðnir „hinir“; hættuleg, framandi fígúra, sem þyrfti ekki bara að varast, heldur helst tortíma. Í kjölfar krossferðanna voru skapaðar neikvæðar staðalímyndir um múslima, nokkuð sem hefur haldist fram á okkar dag; þeir voru sagðir árásargjarnir, lauslátir, óheiðarlegir, o.s.frv., þeir voru allt sem „við“ vorum ekki. Það er í þessum samskiptum, sem voru í reynd mikil, og ekki bara neikvæð (Endurreisnin hefði t.d. ekki átt sér stað án áhrifa frá hinum „múslimska heimi“), sem Evrópa fer að skynja, skilgreina sig og öðlast sjálfsvitund sem slík, fyrst og fremst í andstöðu við „arabann“ og „múslimann“ (þ.e. Austrið, sbr. oríentalismi), og hinn kristni heimur fór að skilgreina sig í andstöðu við íslam, og einnig gyðingdóm (sem náði hápunkti sínum í Helförinni á síðustu öld). Til þess að þessi hugmyndasköpun gæti virkað þurfti að útmála þennan „hinn“ á sem verstan hátt, og allt sem honum fylgdi; trúna(íslam), menningu, venjur og siði. Það má taka fram að álíka framleiðsla neikvæðra staðalímynda átti líka við um gyðinga, sem höfðu alla tíð sætt áreiti og ofsóknum í Evrópu. Þegar staðalmyndin er svo orðin nógu dökk er ekkert því til fyrirstöðu að ganga milli bols og höfuðs á óvininum, hinum illa – allt í guðs nafni, enda kallaði Úrban II krossferðirnar sem herferð gegn „óvinum Guðs“. Þessar krossferðir stóðu í 200 ár, og á þeim tíma höfðu Evrópumenn stofnsett landránsnýlendur, ekki bara í Palestínu, heldur á svæðum umhverfis „landið helga“ (sem var nafnbót sem krossfararnir gáfu Palestínu). Á sama tíma voru Palestínumenn hraktir af landi sínu og reynt var að útrýma þeim, ekki á ósvipaðan hátt og verið er að gera í dag. Heimildir herma að þegar krossfararnir höfðu hertekið Jerúsalem/Al Quds, hefði blóð flotið í stríðum straumum um götur borgarinnar, þar sem engum var eirt, frekar en á Gaza í dag. Í lok 15. aldar (1492) voru múslimar og gyðingar hraktir frá Íberíuskaganum eftir 800 ára búsetu þar (en Márar höfðu ráðið yfir skaganum mestan þann tíma), og/eða drepnir ef þeir sneru ekki til kaþólsku og í því ferli öllu varð hinn skelfilegi spænski rannsóknarréttur til. Á okkar tímum má líkja rannsóknarréttinum við alls kyns pyntingarstöðvar vestrænar, t.d. í Guantanamo fangabúðunum, og fjölda annarra útvistaðra svarthola um allt, þar sem múslimum er haldið nauðugum, án dóms og laga, svo ekki sé minnst á pyntingarfangelsi Ísraelsríkis þar sem þúsundum Palestínumanna er haldið árum saman án dóms og laga, börnum, konum og körlum, þar sem fólk er pyntað grimmilega, oft til dauða, eins og komið hefur fram á síðustu misserum. Á þessum tíma, fyrir rúmu hálfu árþúsundi, var óvinaímyndin „múslimi“ og „gyðingur“ (ath. bæði gyðingar og arabar eru semítar) fest formlega í sessi, og í framhaldinu fóru í gang stórfelldar þjóðernishreinsanir og landrán vestan við Atlantsála, sem og í öðrum heimsálfum, sem er eitt ljótasta tímabil í sögunni. Verkefnið var víkkað út. Þessi kafli hinna evrópsku krossferða, þ.e. nýlendutímabilið, var þar sem hin kristna Evrópa fór í að leggja megnið af heiminum undir sig með ólýsanlegu ofbeldi, rányrkju, iðnvæddu þrælahaldi og annarri illsku. Á þessum tíma mótaðist hugmyndin um hinn neikvæða „hinn“ á fræðilegum nótum, þar sem evrópskir upplýsingaspekingar settu fram fræðilegar réttmætingar á ofbeldi gegn og undirokun „hinna“, sem voru flestir dökkir á hörund, iðkuðu framandi siði og ákölluðu heiðin goð. Farið var fram með krossinn í annarri hendi og sverðið í hinni. Ákveðið var að þetta fólk væri ekki manneskjur eða persónur, heldur nær því að vera dýr (nema ef það tók kristna trú), og þess vegna væri allt í lagi að koma fram við það sem slík, þar sem það var endanlega afmennskað. Rasismi og vestræn, hvít yfirburðarhyggja varð viðurkennd og hentug hugmyndafræði sem réttmætti grimmd og illsku þessara evrópsku krossfara nýlendutímans, en þeir báru allir krossinn fyrir sig við aðgerðir sínar. Þegar leið á þetta tímabil, einkum þegar Napóleon réðst inn í Egyptaland, í lok 18. aldar, hófst nýlenduvæðing Evrópumanna í N-Afríku og V-Asíu. Á þeim árum réðu Ottómanar yfir mestu af því svæði, en í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar létu Ottómanar í minni pokann fyrir vesturveldunum, með þeim afleiðingum að Bretar og Frakkar skiptu svæðinu á milli sín. Þetta er nokkur einföldun á langri og flókinni sögu, en að hinum evrópska hildarleik loknum deildu Bretar og Frakkar V-Asíu á milli sín, þar sem Bretar tóku yfir Palestínu, og árið 1917, með hinni alræmdu Balfour yfirlýsingu, gáfu þeir evrópskum síonistum landið, m.a. til að losna við gyðinga frá Bretlandi og Evrópu, land þar sem annað fólk, frumbyggjar þess til mörg þúsund ára, bjó fyrir. Þetta fólk voru og eru Palestínumenn. Í þessu ferli var sem evrópsku krossfararnir væru mættir aftur, gráir fyrir járnum, þar sem þeir hófu strax að leggja undir sig land frumbyggjanna, brenna þorp, myrða íbúa og hrekja á flótta. Þarna byrjuðu þær þjóðernishreinsanir og (á þeim tíma) hægfara þjóðarmorð vestrænna „krossfara“ á Palestínumönnum – enn eina ferðina, sem náði ákveðnum tímamótum þegar Ísraelsríki var stofnað 1948 og stórfelldum þjóðernishreinsunum var hrint í framkvæmd, sem Palestínumenn kalla Nakba (hörmungarnar). Þetta Nakba stendur enn yfir á fullu. Sú orðræða sem Evrópumenn höfðu notað gegn öllum þeim „hinum“ sem þeir lögðu undir sig með bál og brandi (í 500 ár) var endurunnin gegn Palestínumönnum, og við vitum að í dag, þegar ólýsanlegt þjóðarmorð er framið á Gaza, að stjórnvöld apartheid-ríkisins Ísrael lýstu því yfir opinberlega að allir Palestínumenn væru réttdræpir þar sem þeir væru „human animals“. Þarna blasir við manni grímulaus rasismi og afmennskun, framhald af þeirri orðræðu sem evrópskir krossfarar báru fyrir sig allt frá lok 11. aldar. Minna má á að þegar „hin viljugu“ Vesturlönd, þ.á.m. Ísland, gerður ólöglega árás á Írak árið 2003, bar forseti Bandaríkjanna orðið „krossferðir“ fyrir sig, um enn eina árás vesturveldanna á lönd múslima. Þarna er hægt að sjá samfellda sögu „evrópskrar menningar“ og „evrópskra gilda“, sem áttu að byggja á kristnum grunni – en ég er nokkuð viss að Kristur hefði ekki skrifað undir þessa áætlun – þar sem stórfellt ofbeldi, afmennskun, landrán og þrælahald á stórfelldum iðnaðarskala, einkenndi verkið. Markmiðið var sagt vera að frelsa Jerúsalem/Al Quds undan stjórn trúvillinga, einkum múslima (líka gyðinga og ortódoxa) og stofna eilíft ríki kristinna. Í dag má segja svipaða sögu af orðræðu hinna evrópsku síonista sem hafa lagt Palestínu undir sig með báli og brandi, þar sem þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð eru meðölin, að segjandi af því að guð þeirra hafði lofað þeim landinu, og að ætlunin sé m.a. að rífa þriðju helgustu mosku íslam, Al Aqsa, til grunna og reisa þriðja musteri gyðinga á sama stað. Einnig má taka fram að kristnir, síonískir evangelistar í Bandaríkjunum eru í sinni eigin krossferð til Palestínu, mestmegnis til að spádómur Opinberunarbókar Jóhannesar rætist, þar sem í lokin Kristur stígur til jarðar eftir hildarleikinn Armageddon og eilífðarríki kristinna verður til – hvað verður síðan um gyðinglegu síonistana á staðnum er svo annað mál. Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að í heil þúsund ár hafa Evrópumenn staðið í herferðum og ránsferðum til „landsins helga“ þar sem megin marmiðið var að hrifsa það og borgina helgu, Jerúsalem, eða Al Quds, sem hún heitir líka, úr höndum villutrúarmannanna, einkum múslimanna, hrekja þá og trú þeirra á braut og stofna þúsund ára ríki hvítra, kristinna Evrópumanna í annarri heimsálfu, verkefni sem þeir stunduðu í 500 ár um allan heim og stunda enn. Á skrifandi stundu eru sömu aðilar að ráðast á enn eitt ríki múslima í Vestur-Asíu, þ.e. Íran, þar sem margar lognar ástæður eru settar fram, en ein raunveruleg ástæða er að fella eina ríkið sem hefur stutt málstað Palestínumanna, að halda áfram að veikja samstöðu fólks í þessum heimshluta, fyrst og fremst til að vesturveldin geti haldið áfram að hafa stjórn á náttúruauðlindum svæðisins, og að hinir ofur-öfga síonistar í Ísrael geti haldið áfram að færa út mæri sín og stofna það sem þá dreymir um, Stór-Ísrael, sem guð þeirra lofaði þeim víst fyrir löngu síðan. Og til þess þarf að útrýma og/eða fæla á brott frumbyggja svæðisins, og eins og komið hefur fram þá er megin hugmyndafræðin og orðræðan sem notuð er af þessum vestrænu landræningjum orðræða rasisma, íslamófóbíu og afmennskunar. Þetta hafa þeir staðfest kyrfilega með opinberum ummælum sínum. Þannig að krossferðunum er engan vegin lokið, en núverandi hápunkt þeirra má sjá í verki á Gaza síðustu rúma 20 mánuði og það er ljóst að íslamófóbía og ásælnin í Palestínu hefur alltaf fylgst að, undir merkjum evrópskrar nýlendu- og heimsvaldahyggju, og einhvers sem kallað er „evrópsk gildi“, sem blasa við okkur á Gaza þessi misserin, í þjóðarmorði sem vesturveldin, eins og þau leggja sig, styðja, fjármagna og vopnavæða. Þessari 1000 ára sögu er ekki lokið enn. Og Greta Thunberg hafði á réttu að standa. Höfundur er doktor í mannfræði og hefur skrifað doktorsritgerð um samfélag múslima á Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Þegar Greta Thunberg ræddi við fréttafólk eftir heimkomu sína frá Palestínu um daginn, eftir að hafa tekið þátt í siglingu með neyðargögn til sveltandi fólks á Gaza, sagði hún að ástandið snerist fyrst og fremst um rasisma. Þetta má til sanns vegar færa. Frá því að Úrban II, páfi latneskrar kristni í Evrópu, hrinti af stað fyrstu krossferðinni árið 1095, til að hrifsa Jerúsalem, einnig kölluð Al-Quds, úr höndum „trúvillinganna“ sem þar réðu ríkjum – en það voru múslimar, gyðingar og ortódox kristnir – og þar til í dag, þar sem evrópskir, kristnir og síonískir krossfarar eru enn að herja á Al-Quds og Palestínumenn, hertaka lönd þeirra, stofna landránsnýlendur, og reyna að útrýma þeim, eins og þeir gerðu þau 200 ár sem krossferðirnar stóðu yfir. Þegar á miðöldum voru múslimar, sem bjuggu víða um Evrópu – m.a. á Íberíuskaganum, Sikiley og Suðaustur-Evrópu – orðnir „hinir“; hættuleg, framandi fígúra, sem þyrfti ekki bara að varast, heldur helst tortíma. Í kjölfar krossferðanna voru skapaðar neikvæðar staðalímyndir um múslima, nokkuð sem hefur haldist fram á okkar dag; þeir voru sagðir árásargjarnir, lauslátir, óheiðarlegir, o.s.frv., þeir voru allt sem „við“ vorum ekki. Það er í þessum samskiptum, sem voru í reynd mikil, og ekki bara neikvæð (Endurreisnin hefði t.d. ekki átt sér stað án áhrifa frá hinum „múslimska heimi“), sem Evrópa fer að skynja, skilgreina sig og öðlast sjálfsvitund sem slík, fyrst og fremst í andstöðu við „arabann“ og „múslimann“ (þ.e. Austrið, sbr. oríentalismi), og hinn kristni heimur fór að skilgreina sig í andstöðu við íslam, og einnig gyðingdóm (sem náði hápunkti sínum í Helförinni á síðustu öld). Til þess að þessi hugmyndasköpun gæti virkað þurfti að útmála þennan „hinn“ á sem verstan hátt, og allt sem honum fylgdi; trúna(íslam), menningu, venjur og siði. Það má taka fram að álíka framleiðsla neikvæðra staðalímynda átti líka við um gyðinga, sem höfðu alla tíð sætt áreiti og ofsóknum í Evrópu. Þegar staðalmyndin er svo orðin nógu dökk er ekkert því til fyrirstöðu að ganga milli bols og höfuðs á óvininum, hinum illa – allt í guðs nafni, enda kallaði Úrban II krossferðirnar sem herferð gegn „óvinum Guðs“. Þessar krossferðir stóðu í 200 ár, og á þeim tíma höfðu Evrópumenn stofnsett landránsnýlendur, ekki bara í Palestínu, heldur á svæðum umhverfis „landið helga“ (sem var nafnbót sem krossfararnir gáfu Palestínu). Á sama tíma voru Palestínumenn hraktir af landi sínu og reynt var að útrýma þeim, ekki á ósvipaðan hátt og verið er að gera í dag. Heimildir herma að þegar krossfararnir höfðu hertekið Jerúsalem/Al Quds, hefði blóð flotið í stríðum straumum um götur borgarinnar, þar sem engum var eirt, frekar en á Gaza í dag. Í lok 15. aldar (1492) voru múslimar og gyðingar hraktir frá Íberíuskaganum eftir 800 ára búsetu þar (en Márar höfðu ráðið yfir skaganum mestan þann tíma), og/eða drepnir ef þeir sneru ekki til kaþólsku og í því ferli öllu varð hinn skelfilegi spænski rannsóknarréttur til. Á okkar tímum má líkja rannsóknarréttinum við alls kyns pyntingarstöðvar vestrænar, t.d. í Guantanamo fangabúðunum, og fjölda annarra útvistaðra svarthola um allt, þar sem múslimum er haldið nauðugum, án dóms og laga, svo ekki sé minnst á pyntingarfangelsi Ísraelsríkis þar sem þúsundum Palestínumanna er haldið árum saman án dóms og laga, börnum, konum og körlum, þar sem fólk er pyntað grimmilega, oft til dauða, eins og komið hefur fram á síðustu misserum. Á þessum tíma, fyrir rúmu hálfu árþúsundi, var óvinaímyndin „múslimi“ og „gyðingur“ (ath. bæði gyðingar og arabar eru semítar) fest formlega í sessi, og í framhaldinu fóru í gang stórfelldar þjóðernishreinsanir og landrán vestan við Atlantsála, sem og í öðrum heimsálfum, sem er eitt ljótasta tímabil í sögunni. Verkefnið var víkkað út. Þessi kafli hinna evrópsku krossferða, þ.e. nýlendutímabilið, var þar sem hin kristna Evrópa fór í að leggja megnið af heiminum undir sig með ólýsanlegu ofbeldi, rányrkju, iðnvæddu þrælahaldi og annarri illsku. Á þessum tíma mótaðist hugmyndin um hinn neikvæða „hinn“ á fræðilegum nótum, þar sem evrópskir upplýsingaspekingar settu fram fræðilegar réttmætingar á ofbeldi gegn og undirokun „hinna“, sem voru flestir dökkir á hörund, iðkuðu framandi siði og ákölluðu heiðin goð. Farið var fram með krossinn í annarri hendi og sverðið í hinni. Ákveðið var að þetta fólk væri ekki manneskjur eða persónur, heldur nær því að vera dýr (nema ef það tók kristna trú), og þess vegna væri allt í lagi að koma fram við það sem slík, þar sem það var endanlega afmennskað. Rasismi og vestræn, hvít yfirburðarhyggja varð viðurkennd og hentug hugmyndafræði sem réttmætti grimmd og illsku þessara evrópsku krossfara nýlendutímans, en þeir báru allir krossinn fyrir sig við aðgerðir sínar. Þegar leið á þetta tímabil, einkum þegar Napóleon réðst inn í Egyptaland, í lok 18. aldar, hófst nýlenduvæðing Evrópumanna í N-Afríku og V-Asíu. Á þeim árum réðu Ottómanar yfir mestu af því svæði, en í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar létu Ottómanar í minni pokann fyrir vesturveldunum, með þeim afleiðingum að Bretar og Frakkar skiptu svæðinu á milli sín. Þetta er nokkur einföldun á langri og flókinni sögu, en að hinum evrópska hildarleik loknum deildu Bretar og Frakkar V-Asíu á milli sín, þar sem Bretar tóku yfir Palestínu, og árið 1917, með hinni alræmdu Balfour yfirlýsingu, gáfu þeir evrópskum síonistum landið, m.a. til að losna við gyðinga frá Bretlandi og Evrópu, land þar sem annað fólk, frumbyggjar þess til mörg þúsund ára, bjó fyrir. Þetta fólk voru og eru Palestínumenn. Í þessu ferli var sem evrópsku krossfararnir væru mættir aftur, gráir fyrir járnum, þar sem þeir hófu strax að leggja undir sig land frumbyggjanna, brenna þorp, myrða íbúa og hrekja á flótta. Þarna byrjuðu þær þjóðernishreinsanir og (á þeim tíma) hægfara þjóðarmorð vestrænna „krossfara“ á Palestínumönnum – enn eina ferðina, sem náði ákveðnum tímamótum þegar Ísraelsríki var stofnað 1948 og stórfelldum þjóðernishreinsunum var hrint í framkvæmd, sem Palestínumenn kalla Nakba (hörmungarnar). Þetta Nakba stendur enn yfir á fullu. Sú orðræða sem Evrópumenn höfðu notað gegn öllum þeim „hinum“ sem þeir lögðu undir sig með bál og brandi (í 500 ár) var endurunnin gegn Palestínumönnum, og við vitum að í dag, þegar ólýsanlegt þjóðarmorð er framið á Gaza, að stjórnvöld apartheid-ríkisins Ísrael lýstu því yfir opinberlega að allir Palestínumenn væru réttdræpir þar sem þeir væru „human animals“. Þarna blasir við manni grímulaus rasismi og afmennskun, framhald af þeirri orðræðu sem evrópskir krossfarar báru fyrir sig allt frá lok 11. aldar. Minna má á að þegar „hin viljugu“ Vesturlönd, þ.á.m. Ísland, gerður ólöglega árás á Írak árið 2003, bar forseti Bandaríkjanna orðið „krossferðir“ fyrir sig, um enn eina árás vesturveldanna á lönd múslima. Þarna er hægt að sjá samfellda sögu „evrópskrar menningar“ og „evrópskra gilda“, sem áttu að byggja á kristnum grunni – en ég er nokkuð viss að Kristur hefði ekki skrifað undir þessa áætlun – þar sem stórfellt ofbeldi, afmennskun, landrán og þrælahald á stórfelldum iðnaðarskala, einkenndi verkið. Markmiðið var sagt vera að frelsa Jerúsalem/Al Quds undan stjórn trúvillinga, einkum múslima (líka gyðinga og ortódoxa) og stofna eilíft ríki kristinna. Í dag má segja svipaða sögu af orðræðu hinna evrópsku síonista sem hafa lagt Palestínu undir sig með báli og brandi, þar sem þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð eru meðölin, að segjandi af því að guð þeirra hafði lofað þeim landinu, og að ætlunin sé m.a. að rífa þriðju helgustu mosku íslam, Al Aqsa, til grunna og reisa þriðja musteri gyðinga á sama stað. Einnig má taka fram að kristnir, síonískir evangelistar í Bandaríkjunum eru í sinni eigin krossferð til Palestínu, mestmegnis til að spádómur Opinberunarbókar Jóhannesar rætist, þar sem í lokin Kristur stígur til jarðar eftir hildarleikinn Armageddon og eilífðarríki kristinna verður til – hvað verður síðan um gyðinglegu síonistana á staðnum er svo annað mál. Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að í heil þúsund ár hafa Evrópumenn staðið í herferðum og ránsferðum til „landsins helga“ þar sem megin marmiðið var að hrifsa það og borgina helgu, Jerúsalem, eða Al Quds, sem hún heitir líka, úr höndum villutrúarmannanna, einkum múslimanna, hrekja þá og trú þeirra á braut og stofna þúsund ára ríki hvítra, kristinna Evrópumanna í annarri heimsálfu, verkefni sem þeir stunduðu í 500 ár um allan heim og stunda enn. Á skrifandi stundu eru sömu aðilar að ráðast á enn eitt ríki múslima í Vestur-Asíu, þ.e. Íran, þar sem margar lognar ástæður eru settar fram, en ein raunveruleg ástæða er að fella eina ríkið sem hefur stutt málstað Palestínumanna, að halda áfram að veikja samstöðu fólks í þessum heimshluta, fyrst og fremst til að vesturveldin geti haldið áfram að hafa stjórn á náttúruauðlindum svæðisins, og að hinir ofur-öfga síonistar í Ísrael geti haldið áfram að færa út mæri sín og stofna það sem þá dreymir um, Stór-Ísrael, sem guð þeirra lofaði þeim víst fyrir löngu síðan. Og til þess þarf að útrýma og/eða fæla á brott frumbyggja svæðisins, og eins og komið hefur fram þá er megin hugmyndafræðin og orðræðan sem notuð er af þessum vestrænu landræningjum orðræða rasisma, íslamófóbíu og afmennskunar. Þetta hafa þeir staðfest kyrfilega með opinberum ummælum sínum. Þannig að krossferðunum er engan vegin lokið, en núverandi hápunkt þeirra má sjá í verki á Gaza síðustu rúma 20 mánuði og það er ljóst að íslamófóbía og ásælnin í Palestínu hefur alltaf fylgst að, undir merkjum evrópskrar nýlendu- og heimsvaldahyggju, og einhvers sem kallað er „evrópsk gildi“, sem blasa við okkur á Gaza þessi misserin, í þjóðarmorði sem vesturveldin, eins og þau leggja sig, styðja, fjármagna og vopnavæða. Þessari 1000 ára sögu er ekki lokið enn. Og Greta Thunberg hafði á réttu að standa. Höfundur er doktor í mannfræði og hefur skrifað doktorsritgerð um samfélag múslima á Ísland.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun