Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 12:55 Kristinn Kristinsson er eigandi efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut. Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar. Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira