Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 12:55 Kristinn Kristinsson er eigandi efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut. Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar. Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira