„Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2025 12:02 Hörður Unnsteinsson fjallar um NBA deildina á Sýn Sport. vísir/getty/sigurjón Hreinn úrslitaleikur um NBA-meistaratitilinn fór fram í gærnótt. Oklahoma City Thunder vann þá sinn fyrsta titil í sögu félagsins. Slæm meiðsli settu svip sinn á leikinn. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2016 sem úrslitin í NBA ráðast í oddaleik eða leik sjö. Oklahoma tók á móti Indiana Pacers en jafnræði var á með liðunum til að byrja með en í stöðunni 16-16 sleit Haliburton hásin. Skelfileg meiðsli Tyrese Haliburton sem er helsta sjarna Indiana Pacers. Hásin slitin. Þetta var of mikið fyrir Pacers og OKC vann leikinn að lokum 103-91. „Þeir voru besta liðið í allan vetur og eru með besta leikmanninn sem tekst að afreka það að vera verðmætasti leikmaður deildarinnar og úrslitaeinvígisins og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Þeir eru byggðir til að vera eitt besta lið deildarinnar næstu árin,“ segir Hörður Unnsteinsson í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. Þarna talar Hörður um Shai Gilgeous-Alexander sem hefur átt stórkostlegt tímabil fyrir OKC. „Ég tengi ekki alveg við hann sem súperstjörnu alveg strax. Hann er Kanadamaður líka sem hefur kannski áhrif á stjörnukraftinn hans. Ég held því að það séu margir í Bandaríkjunum sem tengi ekkert sérstaklega við hann. Ég veit að það voru mjög margir svekktir að Indiana Pacers hefðu tapað þessum leik. Hásinameiðsli í úrslitakeppninni í NBA hafa verið mikil í ár en þeir Jason Taytum, Damian Lillard og Haliburton slitu allir hásin á síðustu vikum. Merkileg staðreynd að þeir spila allir í treyju númer 0. „Hann hafði byrjað svo vel og var kominn með þrjár þriggja stiga körfur í byrjun leiksins. Það stefndi í svakalegan leik hjá honum þannig að það var katóstrófískt að missa hann þarna út strax í byrjun leiksins. Það væri auðvelt að segja að þetta væri tengt álaginu á þeim, að þeir væru að spila mikið. Þeir spila 82 leiki og fara svo inn í úrslitakeppni. Tveir af þessum mönnum voru að spila á Ólympíuleikunum síðasta sumar þannig að þetta er búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina. Þetta gæti tengst því en talan núll er held ég bara fyndin tilviljun.“ NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2016 sem úrslitin í NBA ráðast í oddaleik eða leik sjö. Oklahoma tók á móti Indiana Pacers en jafnræði var á með liðunum til að byrja með en í stöðunni 16-16 sleit Haliburton hásin. Skelfileg meiðsli Tyrese Haliburton sem er helsta sjarna Indiana Pacers. Hásin slitin. Þetta var of mikið fyrir Pacers og OKC vann leikinn að lokum 103-91. „Þeir voru besta liðið í allan vetur og eru með besta leikmanninn sem tekst að afreka það að vera verðmætasti leikmaður deildarinnar og úrslitaeinvígisins og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Þeir eru byggðir til að vera eitt besta lið deildarinnar næstu árin,“ segir Hörður Unnsteinsson í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. Þarna talar Hörður um Shai Gilgeous-Alexander sem hefur átt stórkostlegt tímabil fyrir OKC. „Ég tengi ekki alveg við hann sem súperstjörnu alveg strax. Hann er Kanadamaður líka sem hefur kannski áhrif á stjörnukraftinn hans. Ég held því að það séu margir í Bandaríkjunum sem tengi ekkert sérstaklega við hann. Ég veit að það voru mjög margir svekktir að Indiana Pacers hefðu tapað þessum leik. Hásinameiðsli í úrslitakeppninni í NBA hafa verið mikil í ár en þeir Jason Taytum, Damian Lillard og Haliburton slitu allir hásin á síðustu vikum. Merkileg staðreynd að þeir spila allir í treyju númer 0. „Hann hafði byrjað svo vel og var kominn með þrjár þriggja stiga körfur í byrjun leiksins. Það stefndi í svakalegan leik hjá honum þannig að það var katóstrófískt að missa hann þarna út strax í byrjun leiksins. Það væri auðvelt að segja að þetta væri tengt álaginu á þeim, að þeir væru að spila mikið. Þeir spila 82 leiki og fara svo inn í úrslitakeppni. Tveir af þessum mönnum voru að spila á Ólympíuleikunum síðasta sumar þannig að þetta er búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina. Þetta gæti tengst því en talan núll er held ég bara fyndin tilviljun.“
NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira