Inter Miami byrjaði leikinn betur og komst yfir á 16. mínútu eftir að Luis Suarez kom með frábæran bolta inn fyrir vörn Palmeiras á Tadei Allende, sem skoraði úr því færi.
Palmeiras sótti mikið eftir þetta mark, en náði ekki að koma boltanum í netið. Það var svo bandaríska liðið sem bætti við. Luis Suarez skoraði það mark eftir að hafa komist fram hjá sínum varnarmanni og skoraði svo úr föstu skoti.
Það voru varamennirnir sem leiddu endurkomuna hjá Palmeiras. Allan og Paulinho tengdu saman til að minnka muninn þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Það var svo á 87. mínútu sem enn annar varamaðurinn Mauricio kom með frábært skot sem markvörður Inter Milan átti ekki möguleika í, og jafnaði metin.
Dramatískur endir á leiknum, sem þýðir að Palmeiras vinnur riðilinn og mun mæta samlöndum sínum í Botafogo í 16-liða úrslitum. Inter Miami fá svo það verkefni að reyna að sigrast á Meistaradeildar meisturunum PSG.
Hinn leikurinn í riðlinum milli Porto og Al Ahly fór 4-4 en bæði þau lið eru dottin úr keppni.