Enginn Íslendingur á heimsleikunum í fyrsta sinn í sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 07:02 Oddrún Eik Gylfadóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa haldið uppi merkjum Íslands á heimsleikunum undanfarin sautján ár en nú er tími Íslands á leikunum á enda. Vísir Öll sextíu sætin eru nú klár á heimsleikunum í CrossFit því þrjátíu karlar og þrjátíu konur hafa tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið í ár. Enginn þeirra sem komst inn er Íslendingur og það þarf að fara meira en einn og hálfan áratug aftur í tímann til að finna síðustu heimsleika án Íslendinga. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í heimsleikunum árið 2009 og síðan þá hefur hún eða annar Íslendingur alltaf verið með. Björgvin Karl Guðmundsson var eini Íslendingurinn á heimsleikunum í fyrra en þá endaði langur tími íslensku dætranna á leikunum. Björgvin var þá með á elleftu heimsleikunum í röð en honum tókst að tryggja sig inn á leikana í ár. Annað árið í röð er heldur engin íslensk kona á heimsleikunum. Bæði Bergrós Björnsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru nálægt því að tryggja sig inn á heimsleikana eftir góða frammistöðu í undanúrslitum Evrópu og í undanúrslitum Afríku. Þær þurftu samt báðar að sætta sig við það að missa af heimsleikunum í þetta skiptið. Bergrós hefur keppt í unglingaflokki heimsleikanna síðustu ár en er nú í fyrsta sinn í fullorðinsflokki. Hún kemst vonandi inn á heimsleikana í framtíðinni en það hjálpar hvorki henni né öðrum að CrossFit samtökin hafa fækkað keppendum undanfarin ár. Sara er ekki hætt að reyna og nær vonandi að upplifa drauminn á ný en við vitum ekki framtíðarplön Anníe Mistar Þórisdóttur og þá er Katrín Tanja Davíðsdóttir hætt að keppa í CrossFit. Það eru kynslóðarskipti í gangi hjá okkar besta fólki og á sama tíma varð líka enn erfiðara að komast inn. Keppendum var fækkað úr fjörutíu í þrjátíu milli ára en í staðinn verður enginn niðurskurður á mótinu sjálfu. Miklar breytingar eru á keppendum milli ára og margar stjörnur tóku ekki þátt í undankeppninni eða komust ekki áfram. Af þeim áttatíu sem komust á heimsleikana í fyrra er aðeins fimmtán karla og fimmtán konur á heimsleikunum annað árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Enginn þeirra sem komst inn er Íslendingur og það þarf að fara meira en einn og hálfan áratug aftur í tímann til að finna síðustu heimsleika án Íslendinga. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í heimsleikunum árið 2009 og síðan þá hefur hún eða annar Íslendingur alltaf verið með. Björgvin Karl Guðmundsson var eini Íslendingurinn á heimsleikunum í fyrra en þá endaði langur tími íslensku dætranna á leikunum. Björgvin var þá með á elleftu heimsleikunum í röð en honum tókst að tryggja sig inn á leikana í ár. Annað árið í röð er heldur engin íslensk kona á heimsleikunum. Bæði Bergrós Björnsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru nálægt því að tryggja sig inn á heimsleikana eftir góða frammistöðu í undanúrslitum Evrópu og í undanúrslitum Afríku. Þær þurftu samt báðar að sætta sig við það að missa af heimsleikunum í þetta skiptið. Bergrós hefur keppt í unglingaflokki heimsleikanna síðustu ár en er nú í fyrsta sinn í fullorðinsflokki. Hún kemst vonandi inn á heimsleikana í framtíðinni en það hjálpar hvorki henni né öðrum að CrossFit samtökin hafa fækkað keppendum undanfarin ár. Sara er ekki hætt að reyna og nær vonandi að upplifa drauminn á ný en við vitum ekki framtíðarplön Anníe Mistar Þórisdóttur og þá er Katrín Tanja Davíðsdóttir hætt að keppa í CrossFit. Það eru kynslóðarskipti í gangi hjá okkar besta fólki og á sama tíma varð líka enn erfiðara að komast inn. Keppendum var fækkað úr fjörutíu í þrjátíu milli ára en í staðinn verður enginn niðurskurður á mótinu sjálfu. Miklar breytingar eru á keppendum milli ára og margar stjörnur tóku ekki þátt í undankeppninni eða komust ekki áfram. Af þeim áttatíu sem komust á heimsleikana í fyrra er aðeins fimmtán karla og fimmtán konur á heimsleikunum annað árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira