Réttlæti byggir ekki á rangfærslum – svar við málflutningi þingflokksformanns Samfylkingar um veiðigjaldafrumvarpið Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. júní 2025 15:02 Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun