Réttlæti fyrir þjóðina, framfarir fyrir landsbyggðina Guðmundur Ari Sigurjónson skrifar 23. júní 2025 08:00 Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun