„Gæðin í liðinu munu alltaf skora mörk“ Árni Gísli Magnússon skrifar 22. júní 2025 22:12 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við bæði mörk Víkinga fyrir norðan. Vísir/Diego Víkingur styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar karla með 2-0 sigri á KA á norðan heiða nú í kvöld. Nikolaj Hansen og Gylfi Sigurðsson skoruðu mörk Víkings í sitt hvorum hálfleiknum. Þá lagði Gylfi einnig upp mark og fór yfir leikinn og stöðu liðsins í viðtali beint eftir leik. „Mjög vel, erfiður leikur. Alltaf erfitt að koma hingað og ég held að KA séu betri en staðan í deildinni sýnir. Þeir eru góðir að spila boltanum og síðan eru þeir líka góðir í að nýta kannski kantana og koma með krossa og svona stundum með aðeins lengri bolta. Mér finnst þeir vera fínasta lið, ég held að þeir eigi mikið inni, en bara mjög ánægður með að taka þrjú stig og fara heim.“ Vorum kannski smá kærulausir KA varðist vel og hleypti Víkingum ekki í nein alvöru færi lengi vel í fyrri hálfleik en Víkingar héldu mikið meira í boltann. Gylfa fannst leikplan Víkings ganga vel upp í dag. „Já ég held það. Við vorum kannski smá kærulausir þegar við vorum að missa boltann, þeir eru mjög góðir í skyndisóknum þannig kannski svolítið okkur að kenna í fyrri hálfleik að við leyfðum leiknum að vera mikið fram og til baka, við hefðum getað haldið boltanum betur. Ég held að planið sem við lögðum upp með var bara að vera sterkir varnarlega og halda hreinu og gæðin í liðinu munu alltaf skora einhver mörk.“ Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins sem Nikolaj Hansen skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Gylfa sem var vel útfærð og virtist koma beint af æfingasvæðinu. „Já, við höfum talað um þetta nokkrum sinnum, þannig maður þarf eiginlega bara að hitta hann eitthvert þarna upp í loftið og þá kemur Niko (Nikolaj Hansen) og skallar hann inn, svakalegur skalli hjá honum.“ Liðið á góðum stað „Bara fínt sko, þetta var svolítið erfiður leikur, eins og ég sagði mikið fram og til baka sérstaklega í fyrri hálfleik. Vorum kannski aðeins fannst mér í leiknum, aðeins svona niður í seinni hálfleik að stjórna leiknum, rólegri og reyna kannski að halda boltanum, sást kannski mest síðustu 20 mínúturnar en bara leið mjög vel“, sagði Gylfi aðspurður hvernig honum hafi liðið á vellinum. Víkingar eru með sterkan og breiðan hóp og hafa verið að endurheimta menn úr meiðslum sem er jákvætt þar sem liðið á Evrópuleiki framundan í næsta mánuði ásamt því að vera á toppnum í Bestu deildinni. „Ég meina við erum bara búnir að tapa einum leik í einhverjum fimm leikjum sirka, á móti Breiðablik. Maður þarf ekkert alltaf að spila eitthvað rosalega vel, þarft bara að vinna leiki og við höfum verið að gera það og eins og ég segi; meirihlutann af leikjunum munum við spila vel en verðum bara að passa að þegar við erum ekki upp á okkar besta að við náum samt í úrslit.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Nikolaj Hansen og Gylfi Sigurðsson skoruðu mörk Víkings í sitt hvorum hálfleiknum. Þá lagði Gylfi einnig upp mark og fór yfir leikinn og stöðu liðsins í viðtali beint eftir leik. „Mjög vel, erfiður leikur. Alltaf erfitt að koma hingað og ég held að KA séu betri en staðan í deildinni sýnir. Þeir eru góðir að spila boltanum og síðan eru þeir líka góðir í að nýta kannski kantana og koma með krossa og svona stundum með aðeins lengri bolta. Mér finnst þeir vera fínasta lið, ég held að þeir eigi mikið inni, en bara mjög ánægður með að taka þrjú stig og fara heim.“ Vorum kannski smá kærulausir KA varðist vel og hleypti Víkingum ekki í nein alvöru færi lengi vel í fyrri hálfleik en Víkingar héldu mikið meira í boltann. Gylfa fannst leikplan Víkings ganga vel upp í dag. „Já ég held það. Við vorum kannski smá kærulausir þegar við vorum að missa boltann, þeir eru mjög góðir í skyndisóknum þannig kannski svolítið okkur að kenna í fyrri hálfleik að við leyfðum leiknum að vera mikið fram og til baka, við hefðum getað haldið boltanum betur. Ég held að planið sem við lögðum upp með var bara að vera sterkir varnarlega og halda hreinu og gæðin í liðinu munu alltaf skora einhver mörk.“ Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins sem Nikolaj Hansen skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Gylfa sem var vel útfærð og virtist koma beint af æfingasvæðinu. „Já, við höfum talað um þetta nokkrum sinnum, þannig maður þarf eiginlega bara að hitta hann eitthvert þarna upp í loftið og þá kemur Niko (Nikolaj Hansen) og skallar hann inn, svakalegur skalli hjá honum.“ Liðið á góðum stað „Bara fínt sko, þetta var svolítið erfiður leikur, eins og ég sagði mikið fram og til baka sérstaklega í fyrri hálfleik. Vorum kannski aðeins fannst mér í leiknum, aðeins svona niður í seinni hálfleik að stjórna leiknum, rólegri og reyna kannski að halda boltanum, sást kannski mest síðustu 20 mínúturnar en bara leið mjög vel“, sagði Gylfi aðspurður hvernig honum hafi liðið á vellinum. Víkingar eru með sterkan og breiðan hóp og hafa verið að endurheimta menn úr meiðslum sem er jákvætt þar sem liðið á Evrópuleiki framundan í næsta mánuði ásamt því að vera á toppnum í Bestu deildinni. „Ég meina við erum bara búnir að tapa einum leik í einhverjum fimm leikjum sirka, á móti Breiðablik. Maður þarf ekkert alltaf að spila eitthvað rosalega vel, þarft bara að vinna leiki og við höfum verið að gera það og eins og ég segi; meirihlutann af leikjunum munum við spila vel en verðum bara að passa að þegar við erum ekki upp á okkar besta að við náum samt í úrslit.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti