„Við lifum ekki á friðartímum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 13:27 Þórdísi Kolbrúnu líst ekki á gang málanna í Mið-Austurlöndunum. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. „Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira