„Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2025 09:20 Ægir átti ógleymanlega stund með Lionel Messi, sem er óumdeilanlega einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Draumur ungs knattspyrnuaðdáanda rættist í vikunni, þegar hann fékk óvænt að hitta einn besta fótboltamann sögunnar. Myndband af fundi þeirra hefur farið sem eldur í sinu um internetið. Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum. Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum.
Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira