Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina Gunnar Guðni Tómasson skrifar 22. júní 2025 09:03 Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd. Í þessari stöðu er ekki tilefni til að setja álitlega virkjunarkosti í verndarflokk rammaáætlunar; virkjunarkosti sem Alþingi hefur áður metið að eigi heima í biðflokki. Því miður hefur meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagt til að vísa Skatastaðavirkjun í verndarflokk, en sá kostur var áður settur í biðflokk 2022. Hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að meirihlutinn hafnar því að færa Kjalölduveitu úr biðflokki í verndarflokk, með vísan til þess að það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virkjunarkosturinn hafi fengið fullnægjandi málsmeðferð. Hvaða kostir eru þetta? Kjalölduveita sunnan Þjórsárvera er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar. Með henni er vatni veitt úr Efri-Þjórsá til Þórisvatns þar sem því er miðlað áður en það rennur um allar virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með henni yrði skotið sterkari stoðum undir orkuvinnslu á stærsta vinnslusvæði orkufyrirtækis þjóðarinnar og núverandi innviðir á svæðinu nýttir enn betur. Í slökum vatnsárum eins og við höfum ítrekað upplifað síðustu ár og kallað hafa á skerðingar á afhendingu orku hefði vatn frá Kjalölduveitu komið sér einstaklega vel. Þótt formlegu umhverfismati sé ekki lokið benda þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar til þess að umhverfisáhrif Kjalölduveitu verði mjög takmörkuð. Alfarið utan friðlands Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar vill að Kjalölduveita fari í verndarflokk og byggir á því að virkjunarkosturinn sé sambærilegur við eldri kost, Norðlingaölduveitu. Sá kostur var hins vegar ekki tækur til umfjöllunar í rammaáætlun af því að þar féll fyrirhugað lón innan marka friðlandsins í Þjórsárverum. Mannvirki og lón Kjalölduveitu eru hins vegar alfarið utan marka friðlandsins svo augljósari getur munurinn ekki verið. Lónstæðið hefur engin áhrif á Eyvafen sem talið var að Norðlingaölduveita gæti haft áhrif á og að Eyvindarverum eru um 23 km. Þá er fjarlægð að núverandi Ramsar-svæði um 7 km. Áhrif á Þjórsárver yrðu engin og Kjalalda myndi hafa takmörkuð áhrif á rennsli fossins Dynks. Það yrði áfram mikið, sumarrennslið yrði svipað og í Gullfossi. Kjalölduveita er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar Áhrif Kjalölduveitu á umhverfi eru önnur en Norðlingaölduveitu og mikilvægt að hún fái rétta lögformlega efnismeðferð. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar tekur undir að við þurfum að halda þessum möguleika til hagkvæmrar orkuvinnslu opnum. Ef Kjalölduveita verður að veruleika eykst orkugeta virkjana á svæðinu sem nemur einni nýrri virkjun. Þessi hagkvæmasti virkjunarkostur okkar í rammaáætlun fær nú vonandi efnislega meðferð, verði tillaga meirihlutans að veruleika. Sveigjanleiki til orkuskipta Skatastaðavirkjun í Austari Jökulsá í Skagafirði, sem meirihluti nefndarinnar leggur til að fari í verndarflokk, er líklega besti framtíðar virkjunarkostur í landinu til að skapa sveigjanleika fyrir orkuskipti og vindorku. Virkjunin er hagkvæm með miklu uppsettu afli sem skapar tækifæri til jöfnunar vindorku og þar að auki utan eldvirkra svæða sem tryggir aukið rekstraröryggi í raforkukerfinu. Við höfum séð hvernig eldsumbrot undanfarinna missera hafa ógnað orkuvinnslu á Reykjanesi. Virkjanir okkar á Suðurlandi eru líka skammt frá eldstöðvum. Við verðum að hafa orkuöryggi þjóðarinnar í huga og gæta þess að dreifa þessari áhættu. Við höfum öll gert okkur grein fyrir aukinni orkuþörf samfélagsins, enda blasir hún við. Það er mikilvægt að við útilokum ekki möguleika framtíðar kynslóða til frekari orkuöflunar. Ef virkjunarkostur er settur í verndarflokk er ljóst að ekki verður virkjað. Fari hann í biðflokk er ekki þar með sagt að virkjun rísi. Ef kostur fer í nýtingarflokk er í framhaldinu gert mat á umhverfisáhrifum þar sem eru könnuð þau áhrif sem virkjunin mun hafa á umhverfi og samfélag. Að okkar mati verða áhrif Skatastaðavirkjunar á umhverfi sitt, þ.m.t. flæðiengjar við Héraðsvötn, innan ásættanlegra marka. Úr því yrði þó endanlega skorið í vönduðu mati á umhverfisáhrifum sem síðan yrði lagt til grundvallar ákvörðunar um hvort virkjunarleyfi yrði veitt. Við þurfum að fara afar varlega í að útiloka möguleika komandi kynslóða til hagkvæmrar og öruggrar orkuvinnslu. Betur má ef duga skal Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á næstu 5 árum ná rétt svo að halda í horfinu í orkumálum. Við vitum að betur má ef duga skal. Núna er staðan sú að allir kostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að halda í við eftirspurn til lengri tíma og er þar miðað við stefnu stjórnvalda sjálfra. Það skýtur því skökku við ef 5. áfangi rammaáætlunar verður afgreiddur með þeim hætti að draga enn úr möguleikum okkar til að mæta vaxandi orkuþörf með hagkvæmum virkjunarkostum. Ákvörðun sem leiðir til þess að við gætum þurft að fara í óhagkvæmari virkjunarkosti, t.d. í vindorku, sem enn hafa ekki fengið umfjöllun verkefnisstjórnar og geta mögulega haft neikvæðari umhverfisáhrif en þeir vatnsaflskostir sem nú er lagt til að setja í verndarflokk. Við erum beinlínis skuldbundin til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og þar gegna orkuskipti lykilhlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Guðni Tómasson Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ásahreppur Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd. Í þessari stöðu er ekki tilefni til að setja álitlega virkjunarkosti í verndarflokk rammaáætlunar; virkjunarkosti sem Alþingi hefur áður metið að eigi heima í biðflokki. Því miður hefur meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagt til að vísa Skatastaðavirkjun í verndarflokk, en sá kostur var áður settur í biðflokk 2022. Hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að meirihlutinn hafnar því að færa Kjalölduveitu úr biðflokki í verndarflokk, með vísan til þess að það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virkjunarkosturinn hafi fengið fullnægjandi málsmeðferð. Hvaða kostir eru þetta? Kjalölduveita sunnan Þjórsárvera er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar. Með henni er vatni veitt úr Efri-Þjórsá til Þórisvatns þar sem því er miðlað áður en það rennur um allar virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með henni yrði skotið sterkari stoðum undir orkuvinnslu á stærsta vinnslusvæði orkufyrirtækis þjóðarinnar og núverandi innviðir á svæðinu nýttir enn betur. Í slökum vatnsárum eins og við höfum ítrekað upplifað síðustu ár og kallað hafa á skerðingar á afhendingu orku hefði vatn frá Kjalölduveitu komið sér einstaklega vel. Þótt formlegu umhverfismati sé ekki lokið benda þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar til þess að umhverfisáhrif Kjalölduveitu verði mjög takmörkuð. Alfarið utan friðlands Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar vill að Kjalölduveita fari í verndarflokk og byggir á því að virkjunarkosturinn sé sambærilegur við eldri kost, Norðlingaölduveitu. Sá kostur var hins vegar ekki tækur til umfjöllunar í rammaáætlun af því að þar féll fyrirhugað lón innan marka friðlandsins í Þjórsárverum. Mannvirki og lón Kjalölduveitu eru hins vegar alfarið utan marka friðlandsins svo augljósari getur munurinn ekki verið. Lónstæðið hefur engin áhrif á Eyvafen sem talið var að Norðlingaölduveita gæti haft áhrif á og að Eyvindarverum eru um 23 km. Þá er fjarlægð að núverandi Ramsar-svæði um 7 km. Áhrif á Þjórsárver yrðu engin og Kjalalda myndi hafa takmörkuð áhrif á rennsli fossins Dynks. Það yrði áfram mikið, sumarrennslið yrði svipað og í Gullfossi. Kjalölduveita er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar Áhrif Kjalölduveitu á umhverfi eru önnur en Norðlingaölduveitu og mikilvægt að hún fái rétta lögformlega efnismeðferð. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar tekur undir að við þurfum að halda þessum möguleika til hagkvæmrar orkuvinnslu opnum. Ef Kjalölduveita verður að veruleika eykst orkugeta virkjana á svæðinu sem nemur einni nýrri virkjun. Þessi hagkvæmasti virkjunarkostur okkar í rammaáætlun fær nú vonandi efnislega meðferð, verði tillaga meirihlutans að veruleika. Sveigjanleiki til orkuskipta Skatastaðavirkjun í Austari Jökulsá í Skagafirði, sem meirihluti nefndarinnar leggur til að fari í verndarflokk, er líklega besti framtíðar virkjunarkostur í landinu til að skapa sveigjanleika fyrir orkuskipti og vindorku. Virkjunin er hagkvæm með miklu uppsettu afli sem skapar tækifæri til jöfnunar vindorku og þar að auki utan eldvirkra svæða sem tryggir aukið rekstraröryggi í raforkukerfinu. Við höfum séð hvernig eldsumbrot undanfarinna missera hafa ógnað orkuvinnslu á Reykjanesi. Virkjanir okkar á Suðurlandi eru líka skammt frá eldstöðvum. Við verðum að hafa orkuöryggi þjóðarinnar í huga og gæta þess að dreifa þessari áhættu. Við höfum öll gert okkur grein fyrir aukinni orkuþörf samfélagsins, enda blasir hún við. Það er mikilvægt að við útilokum ekki möguleika framtíðar kynslóða til frekari orkuöflunar. Ef virkjunarkostur er settur í verndarflokk er ljóst að ekki verður virkjað. Fari hann í biðflokk er ekki þar með sagt að virkjun rísi. Ef kostur fer í nýtingarflokk er í framhaldinu gert mat á umhverfisáhrifum þar sem eru könnuð þau áhrif sem virkjunin mun hafa á umhverfi og samfélag. Að okkar mati verða áhrif Skatastaðavirkjunar á umhverfi sitt, þ.m.t. flæðiengjar við Héraðsvötn, innan ásættanlegra marka. Úr því yrði þó endanlega skorið í vönduðu mati á umhverfisáhrifum sem síðan yrði lagt til grundvallar ákvörðunar um hvort virkjunarleyfi yrði veitt. Við þurfum að fara afar varlega í að útiloka möguleika komandi kynslóða til hagkvæmrar og öruggrar orkuvinnslu. Betur má ef duga skal Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á næstu 5 árum ná rétt svo að halda í horfinu í orkumálum. Við vitum að betur má ef duga skal. Núna er staðan sú að allir kostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að halda í við eftirspurn til lengri tíma og er þar miðað við stefnu stjórnvalda sjálfra. Það skýtur því skökku við ef 5. áfangi rammaáætlunar verður afgreiddur með þeim hætti að draga enn úr möguleikum okkar til að mæta vaxandi orkuþörf með hagkvæmum virkjunarkostum. Ákvörðun sem leiðir til þess að við gætum þurft að fara í óhagkvæmari virkjunarkosti, t.d. í vindorku, sem enn hafa ekki fengið umfjöllun verkefnisstjórnar og geta mögulega haft neikvæðari umhverfisáhrif en þeir vatnsaflskostir sem nú er lagt til að setja í verndarflokk. Við erum beinlínis skuldbundin til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og þar gegna orkuskipti lykilhlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun