Amandine er 178 sentímetra bakvörður sem lék á síðsutu leiktíð með Þór Akureyri og var þar í algjöru lykilhlutverki en Þórsarar komu mörgum á óvart og voru lengi í toppbaráttu Bónus-deildarinnar.
Þórsarar hafa hins vegar dregið lið sitt úr keppni fyrir næstu leiktíð Bónus-deildarinnar og því ljóst að Amandine færi annað.
Hún skoraði 23,4 stig að meðaltali í leik með Þór í vetur og gaf 3,7 stoðsendingar.
Amandine lék áður með liði Virgina-háskólans í ACC hluta 1. Deildar bandaríska háskólaboltans og skilaði góðum tölum í þeirri sterku deild.
„Við erum gríðarlega spennt að fá Amandine til liðs við okkur. Hún bætir við hörku og stöðugleika á báðum endum vallarins hjá okkur. Hún passar vel inn í okkar leikstíl og ég er sannfærður um að hún verði lykilmaður hjá okkur í vetur,“ sagði Emil Barja, þjálfari Íslandsmeistaranna, í fréttatilkynningu.