Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 11:00 Kári Viðarsson, frá Hellissandi, og Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, ræddu hátíðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. Hátíðin, Iceland Eclipse, stendur yfir dagana 12. til 15. ágúst 2026. Samkvæmt tilkynningu verða bæði innlendir og erlendir tónlistamenn, listasýningar, fyrirlestrar og sérstakir viðburðir sem tengjast staðnum og stjörnunum. Einn besti staðurinn til að sjá almyrkvann verður á Hellissandi. Vísir/Vilhelm Ekki verða seldir fleiri en fimm þúsund miðar og verður samkvæmt tilkynningu lögð áhersla á sjálfbæra framkvæmd og góða tengingu við heimamenn og náttúruna. Gistimöguleikar verði margir og fjölbreyttir, allt frá tjaldsvæðum yfir í glamping ásamt ýmsum öðrum spennandi möguleikum. Íbúar jákvæðir Kári Viðarsson, íbúi á Hellissandi, segir þetta stórt og spennandi verkefni sem verði frábær innspýting fyrir fólk á Vesturlandi. Kári ræddi þetta verkefni ásamt Jóni Bjarna Steinssyni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Bjarni er hluti af því teymi sem skipulagði tónlistarhátíðina Secret Solstice sem síðast fór fram árið 2019. Hann segir tónlistina á þessari nýju hátíð ekki verða eins og það sem var á Secret Solstice. Það verði rólegra yfir og lágstemmdara. Hann líkir hátíðinni við Burning Man og það verði jóga, hugleiðsla, fyrirlestrar og vinnustofa. Hátíðin sé þannig ekki bara tónlistarhátíð heldur líka menningarhátíð. Fram hefur komið í fréttum í tengslum við almyrkvann að Ísland sé þegar uppselt en Kári segir að með hátíðinni sé í raun verið að koma með fimm þúsund ný gistirými í tjöldum, húsbílum og fleiri rýmum. Þá séu þau einnig í samstarfi við íbúa á svæðinu um gistingu. Þeir hafi haldið íbúafund og Jón Bjarni sagðist í fyrsta skipti hafa upplifað það að það væri klappað fyrir sér. Það hafi hann ekki upplifað á íbúafundum í Laugardal fyrir Secret Solstice. Íbúar og bæjaryfirvöld séu jákvæð og samstarfið gott. Jón Bjarni segir ekki liggja fyrir hvaða listamenn komi fram en það sé búið að bóka tvær íslenskar hljómsveitir. IMXP muni sjá um að bóka erlenda listamenn. Fyrsti dagskrárliður hátíðarinnar er almyrkvinn og formleg dagskrá hefst að honum loknum. Viðtalið er lengra og er hægt að hlusta á það í heild sinni að ofan. Byggir á sömu hugsun og Solstice „Þó að Iceland Eclipse sé nýr viðburður, þá byggir hann á sömu hugsun og Secret Solstice. Að skapa eitthvað sérstakt, minnisstætt og á okkar eigin forsendum. Að bjóða fólki að koma saman, njóta og tengjast, á óvenjulegum stað og á einstökum tíma. Við hlökkum til að segja ykkur meira næstu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Secret Solstice fór síðast fram árið 2019. Vísir/Jóhanna Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, segir aðstandendur Solstice stolta að taka þátt í þessu nýja verkefni. „Við sem stóðum að Secret Solstice höfum fengið að upplifa margt stórt og sérstakt. Nú höfum við ákveðið að taka næsta skref. Þetta er alþjóðlegur viðburður, framleiddur í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) sem hafa sérhæft sig í slíkum verkefnum víða um heim, og við leggjum okkar af mörkum héðan að heiman. Við höfum farið inn í Langjökul, ofan í Raufarhólshell og látið listamenn síga í Þríhnúkagíg – næst á dagskrá er sólmyrkvi við rætur Snæfellsjökuls,“ segir Jón Bjarni. Einstakt augnablik Eins og fjallað hefur verður almyrkvi á sólu sjáanlegur á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Jón Bjarni segir Hellissand einn besta staðinn til að upplifa hann. „Þar verður hann einna lengstur á landinu, rúmar tvær mínútur, og myrkrið fellur yfir rétt eftir klukka 17:45. Það verður einstakt augnablik, og í kjölfarið tekur við fjölbreytt dagskrá sem blandar saman tónlist, listum, náttúru og sameiginlegri upplifun.“ Forskráning fyrir miðum á hátíðina hefst á eclipse.is í dag og formleg miðasala í lok sumars. Reiknað er með því að meirihluti gesta verði erlendir. Miðinn verður ekki ódýr að sögn þeirra Jóns Bjarna og Kára. Tónleikar á Íslandi Tónlist Snæfellsbær Almyrkvi 12. ágúst 2026 Secret Solstice Bítið Tengdar fréttir Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11 Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 13. mars 2025 22:02 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Hátíðin, Iceland Eclipse, stendur yfir dagana 12. til 15. ágúst 2026. Samkvæmt tilkynningu verða bæði innlendir og erlendir tónlistamenn, listasýningar, fyrirlestrar og sérstakir viðburðir sem tengjast staðnum og stjörnunum. Einn besti staðurinn til að sjá almyrkvann verður á Hellissandi. Vísir/Vilhelm Ekki verða seldir fleiri en fimm þúsund miðar og verður samkvæmt tilkynningu lögð áhersla á sjálfbæra framkvæmd og góða tengingu við heimamenn og náttúruna. Gistimöguleikar verði margir og fjölbreyttir, allt frá tjaldsvæðum yfir í glamping ásamt ýmsum öðrum spennandi möguleikum. Íbúar jákvæðir Kári Viðarsson, íbúi á Hellissandi, segir þetta stórt og spennandi verkefni sem verði frábær innspýting fyrir fólk á Vesturlandi. Kári ræddi þetta verkefni ásamt Jóni Bjarna Steinssyni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Bjarni er hluti af því teymi sem skipulagði tónlistarhátíðina Secret Solstice sem síðast fór fram árið 2019. Hann segir tónlistina á þessari nýju hátíð ekki verða eins og það sem var á Secret Solstice. Það verði rólegra yfir og lágstemmdara. Hann líkir hátíðinni við Burning Man og það verði jóga, hugleiðsla, fyrirlestrar og vinnustofa. Hátíðin sé þannig ekki bara tónlistarhátíð heldur líka menningarhátíð. Fram hefur komið í fréttum í tengslum við almyrkvann að Ísland sé þegar uppselt en Kári segir að með hátíðinni sé í raun verið að koma með fimm þúsund ný gistirými í tjöldum, húsbílum og fleiri rýmum. Þá séu þau einnig í samstarfi við íbúa á svæðinu um gistingu. Þeir hafi haldið íbúafund og Jón Bjarni sagðist í fyrsta skipti hafa upplifað það að það væri klappað fyrir sér. Það hafi hann ekki upplifað á íbúafundum í Laugardal fyrir Secret Solstice. Íbúar og bæjaryfirvöld séu jákvæð og samstarfið gott. Jón Bjarni segir ekki liggja fyrir hvaða listamenn komi fram en það sé búið að bóka tvær íslenskar hljómsveitir. IMXP muni sjá um að bóka erlenda listamenn. Fyrsti dagskrárliður hátíðarinnar er almyrkvinn og formleg dagskrá hefst að honum loknum. Viðtalið er lengra og er hægt að hlusta á það í heild sinni að ofan. Byggir á sömu hugsun og Solstice „Þó að Iceland Eclipse sé nýr viðburður, þá byggir hann á sömu hugsun og Secret Solstice. Að skapa eitthvað sérstakt, minnisstætt og á okkar eigin forsendum. Að bjóða fólki að koma saman, njóta og tengjast, á óvenjulegum stað og á einstökum tíma. Við hlökkum til að segja ykkur meira næstu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Secret Solstice fór síðast fram árið 2019. Vísir/Jóhanna Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, segir aðstandendur Solstice stolta að taka þátt í þessu nýja verkefni. „Við sem stóðum að Secret Solstice höfum fengið að upplifa margt stórt og sérstakt. Nú höfum við ákveðið að taka næsta skref. Þetta er alþjóðlegur viðburður, framleiddur í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) sem hafa sérhæft sig í slíkum verkefnum víða um heim, og við leggjum okkar af mörkum héðan að heiman. Við höfum farið inn í Langjökul, ofan í Raufarhólshell og látið listamenn síga í Þríhnúkagíg – næst á dagskrá er sólmyrkvi við rætur Snæfellsjökuls,“ segir Jón Bjarni. Einstakt augnablik Eins og fjallað hefur verður almyrkvi á sólu sjáanlegur á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Jón Bjarni segir Hellissand einn besta staðinn til að upplifa hann. „Þar verður hann einna lengstur á landinu, rúmar tvær mínútur, og myrkrið fellur yfir rétt eftir klukka 17:45. Það verður einstakt augnablik, og í kjölfarið tekur við fjölbreytt dagskrá sem blandar saman tónlist, listum, náttúru og sameiginlegri upplifun.“ Forskráning fyrir miðum á hátíðina hefst á eclipse.is í dag og formleg miðasala í lok sumars. Reiknað er með því að meirihluti gesta verði erlendir. Miðinn verður ekki ódýr að sögn þeirra Jóns Bjarna og Kára.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Snæfellsbær Almyrkvi 12. ágúst 2026 Secret Solstice Bítið Tengdar fréttir Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11 Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 13. mars 2025 22:02 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01
Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11
Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 13. mars 2025 22:02