Tómas var sá eini af þeim sex íslenskum kylfingum sem hófu leik sem náði að komast í gegnum tveggja hringja höggleikinn og inn í 64 manna útsláttarkeppni mótsins, þar sem keppt er í holukeppni.
Hann sló út Frakkann Paul Beauvy með afar sannfærandi hætti í gær, þar sem leik lauk þegar Tómas komst fimm holum yfir og aðeins þrjár holur eftir.
Tómas mætti svo Þjóðverjanum Tim Wiedemeyer í dag en þar var við ramman reip að draga og varð Tómas á endanum að sætta sig við nokkuð stórt tap því leiknum lauk þegar þeir höfðu leikið þrettán holur því þá var Þjóðverjinn kominn með sex holu forskot.
Það verður því Wiedemeyer sem heldur áfram að spila í dag, í 16 manna úrslitunum.
Sýn Sport 3 sýnir beint frá lokadögum mótsins, á morgun og laugardag, þegar keppt verður í 8 manna úrslitum, undanúrslitum og úrslitum.