„Þetta er verra hjá strákunum heldur en hjá stelpunum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. júní 2025 14:36 Um þúsund stelpur tóku þátt í TM mótinu. Sýn Sport Mótstjóri ÍBV segir tilkynningum um óviðeigandi hegðun foreldra á fótboltamótum hafa fækkað en þó berist alltaf einhverjar. Hins vegar séu feður á fótboltamótum stráka mun harorðaðri og æstari heldur en á fótboltamótum stelpna. Síðustu helgi fór fram hið árlega TM mótinu í Vestmannaeyjum, fótboltamót ætlað stelpum á aldrinum ellefu til tólf. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri ÍBV, segir tvær tilkynningar hafa borist mótstjórn að móti loknu. „Það er alltaf eitthvað. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið svakalega margar tilkynningar,“ segir Sigríður Inga sem hefur sinnt hlutverkinu í níu ár. Í umfjöllun RÚV um mótið segir að nokkrar tilkynningar hafi borist mótstjórn um óviðeigandi hegðun foreldra. Ónefndur þjálfari heyrði eitt foreldrið hrópa „tæklaðu þessa helvítis tussu.“ Foreldrar stelpnanna hafi kvartað til mótshaldara vegna orðræðunnar. „Ég frétti náttúrulega aldrei allt en ég fékk ábendingar eftir að mótinu lauk. Ég hugsa að það verið að vísa í þessa umfjöllun frá RÚV, svona miðað við ábendingar sem ég fékk,“ segir Sigríður Inga í samtali við fréttastofu en tekur fram að hún viti ekki nákvæmlega hvað kom upp á né hvað var sagt. Venjan er að einhverjar ábendingar berist á hverju móti, en þeim fer jafnframt fækkandi. „Þetta er á öllum mótum, ef þú ferð á einhverja leiki í fótbolta, handbolta eða körfubolta,“ segir hún. „Mér finnst maður vera að fá minna af svona kvörtunum en áður. Ég var yfirleitt að fá einhverja tölvupósta eða ábendingar á meðan mótið var í gangi en mér finnst það hafa farið minnkandi.“ Sigríður Inga telur það jafnframt leiðinlegt þegar mál líkt og þessi komi upp. Um er að ræða afar unga fótboltaiðkendur sem eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í fótbolta eða dómgæslu. Hún tekur dæmi um að fyrir nokkrum árum hafi ungir dómarar komið grátandi inn til mótstjórnar eftir skæð orð foreldra á hliðarlínunni. Hún tekur þó fram að slíkar uppákomur hafi ekki gerst í lengri tíma. „Mér finnst þessi umræða sem hefur verið, til dæmis þetta grín í áramótaskaupinu, hefur haft jákvæð áhrif,“ segir Sigríður. Feður stráka skæðari TM mótið er ætlað stelpum líkt og kom fram en framundan er Orkumótið sem er ætlað tíu ára strákum. Sigríður segir að munur sé á foreldrum stráka og stelpna, þá sérstaklega feðrunum. „Svo finnum við mun, við erum að fara halda Orkumótið sem er fyrir tíu ára stráka, þetta er verra hjá strákunum heldur en hjá stelpunum,“ segir hún. „Pabbarnir eru verri á Orkumótinu. Þeir eru æstari á Orkumótinu.“ Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, tók einnig eftir muninum þegar hann sótti bæði mótin sem foreldri árið 2021. Feðurnir á Orkumótinu létu heyra mun meira í sér og voru sumir hverjir í miklu uppnámi. „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ hefur Kolbeinn Tumi eftir einu foreldrinu á mótinu. Sömu söguna mátti ekki segja á TM mótinu. „Maður skilur ekki að fólk sé að kalla inn á völlinn, því þú vilt ekki að þetta sé sagt við barnið þitt,“ segir Sigríður. „Það er ótrúlega leiðinlegt og það er ekki það sem við erum að standa fyrir þegar við erum að halda þetta mót. Það vilja allir að þetta sé skemmtilegt fyrir krakkanna.“ Erfitt að fylgjast með öllum leikjum Sigríður segir að ef ábendingar berist sé alltaf haft samband við forsvarsmenn félagsins á svæðinu. „Við heyrum í þeim og oft eru tvær hliðar á málunum. Félögin upplifa hlutina mismunandi eftir því í hvoru liðinu þeir eru. Ef þetta er eitthvað ítrekað þá höfum við farið og fylgst með næstu leikjum hjá liðinu og gripið inn í ef það er eitthvað, sem hefur ekki komið til.“ Um þúsund stelpur tóku þátt um helgina svo erfitt er að fylgjast með öllum. „Þetta er eitthvað sem maður vill ekki hafa en það er rosalega erfitt að koma í veg fyrir þetta því maður getur ekki verið á öllum völlum og fylgst með öllum leikjum,“ segir Sigríður. Fótbolti Börn og uppeldi Íþróttir barna Vestmannaeyjar ÍBV Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Síðustu helgi fór fram hið árlega TM mótinu í Vestmannaeyjum, fótboltamót ætlað stelpum á aldrinum ellefu til tólf. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri ÍBV, segir tvær tilkynningar hafa borist mótstjórn að móti loknu. „Það er alltaf eitthvað. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið svakalega margar tilkynningar,“ segir Sigríður Inga sem hefur sinnt hlutverkinu í níu ár. Í umfjöllun RÚV um mótið segir að nokkrar tilkynningar hafi borist mótstjórn um óviðeigandi hegðun foreldra. Ónefndur þjálfari heyrði eitt foreldrið hrópa „tæklaðu þessa helvítis tussu.“ Foreldrar stelpnanna hafi kvartað til mótshaldara vegna orðræðunnar. „Ég frétti náttúrulega aldrei allt en ég fékk ábendingar eftir að mótinu lauk. Ég hugsa að það verið að vísa í þessa umfjöllun frá RÚV, svona miðað við ábendingar sem ég fékk,“ segir Sigríður Inga í samtali við fréttastofu en tekur fram að hún viti ekki nákvæmlega hvað kom upp á né hvað var sagt. Venjan er að einhverjar ábendingar berist á hverju móti, en þeim fer jafnframt fækkandi. „Þetta er á öllum mótum, ef þú ferð á einhverja leiki í fótbolta, handbolta eða körfubolta,“ segir hún. „Mér finnst maður vera að fá minna af svona kvörtunum en áður. Ég var yfirleitt að fá einhverja tölvupósta eða ábendingar á meðan mótið var í gangi en mér finnst það hafa farið minnkandi.“ Sigríður Inga telur það jafnframt leiðinlegt þegar mál líkt og þessi komi upp. Um er að ræða afar unga fótboltaiðkendur sem eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í fótbolta eða dómgæslu. Hún tekur dæmi um að fyrir nokkrum árum hafi ungir dómarar komið grátandi inn til mótstjórnar eftir skæð orð foreldra á hliðarlínunni. Hún tekur þó fram að slíkar uppákomur hafi ekki gerst í lengri tíma. „Mér finnst þessi umræða sem hefur verið, til dæmis þetta grín í áramótaskaupinu, hefur haft jákvæð áhrif,“ segir Sigríður. Feður stráka skæðari TM mótið er ætlað stelpum líkt og kom fram en framundan er Orkumótið sem er ætlað tíu ára strákum. Sigríður segir að munur sé á foreldrum stráka og stelpna, þá sérstaklega feðrunum. „Svo finnum við mun, við erum að fara halda Orkumótið sem er fyrir tíu ára stráka, þetta er verra hjá strákunum heldur en hjá stelpunum,“ segir hún. „Pabbarnir eru verri á Orkumótinu. Þeir eru æstari á Orkumótinu.“ Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, tók einnig eftir muninum þegar hann sótti bæði mótin sem foreldri árið 2021. Feðurnir á Orkumótinu létu heyra mun meira í sér og voru sumir hverjir í miklu uppnámi. „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ hefur Kolbeinn Tumi eftir einu foreldrinu á mótinu. Sömu söguna mátti ekki segja á TM mótinu. „Maður skilur ekki að fólk sé að kalla inn á völlinn, því þú vilt ekki að þetta sé sagt við barnið þitt,“ segir Sigríður. „Það er ótrúlega leiðinlegt og það er ekki það sem við erum að standa fyrir þegar við erum að halda þetta mót. Það vilja allir að þetta sé skemmtilegt fyrir krakkanna.“ Erfitt að fylgjast með öllum leikjum Sigríður segir að ef ábendingar berist sé alltaf haft samband við forsvarsmenn félagsins á svæðinu. „Við heyrum í þeim og oft eru tvær hliðar á málunum. Félögin upplifa hlutina mismunandi eftir því í hvoru liðinu þeir eru. Ef þetta er eitthvað ítrekað þá höfum við farið og fylgst með næstu leikjum hjá liðinu og gripið inn í ef það er eitthvað, sem hefur ekki komið til.“ Um þúsund stelpur tóku þátt um helgina svo erfitt er að fylgjast með öllum. „Þetta er eitthvað sem maður vill ekki hafa en það er rosalega erfitt að koma í veg fyrir þetta því maður getur ekki verið á öllum völlum og fylgst með öllum leikjum,“ segir Sigríður.
Fótbolti Börn og uppeldi Íþróttir barna Vestmannaeyjar ÍBV Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira