Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar 19. júní 2025 13:00 Ég er fimm barna móðir og á fimm barnabörn. Ég er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Ég hef starfað bæði í leik- og grunnskólum og þekki því vel til þeirra kerfa sem eru notuð til að „leiðrétta hegðun“ barna. Færð verðlaun þegar þú klárar… færð stjörnu þegar…Í gegnum árin studdist ég við atferlisfræðina – í kennslu, í uppeldi og í ráðgjöf. Ég reyndi að nota umbun og afleiðingar til að móta hegðun barna minna og nemenda. En alltaf var eitthvað sem strandaði. Þau fengu óbeint þau skilaboð að ef þeim tækist ekki ákveðið verkefni, væru þau ekki verðug að vera elskuð. Hvað með þau sem ekki réðu við verkefnið?Það var ekki fyrr en ég lærði tilfinningagreind og fór sjálf í gegnum djúpa innri vinnu sem ég áttaði mig á því hversu mikið af tilfinningum barna voru bældar – ekki vegna illvilja, heldur vegna þess að kerfið sjálft býður upp á stjórnun en ekki tengsl. 1. Hvað er atferlismeðferð? Atferlismeðferð byggir á rannsóknum atferlisstefnunnar sem þróaðist á 20. öld. Meðferðarformin byggja á klassískri og virkri skilyrðingu: að styrkja hegðun sem telst æskileg og draga úr þeirri sem ekki þykir viðeigandi. Í skólaumhverfi hefur þessi nálgun þýtt umbunarkerfi, afleiðingar og hegðunarstjórnun. 2. Þegar barn hættir að gráta – ekki vegna öryggis, heldur vegna einmanaleika Barnið hættir að gráta – en ekki af því að því líður betur, heldur vegna þess að það óttast höfnun. Við sjáum breytingu á hegðun, en ekki innri ró. Það lærir að bæla tilfinninguna, ekki að vinna með hana. Og það lærir að hlýðni skilar samþykki, en ekki að það sé í lagi að vera með sárar tilfinningar. Dr. Alice Miller skrifar: „Barn sem er refsað fyrir að finna til reiði eða sorgar lærir að bæla þessar tilfinningar — ekki vegna þess að þær hverfi, heldur af því að þær verða hættulegar að sýna.“ 3. Atferlismeðferð byggir á ótta eða umbun, ekki tengslum Það sem vantar í atferlisfræðina er það sem börn þurfa mest: öruggt tilfinningalegt rými, tengsl, samkennd, vitund um innri heim. Tilfinningagreind byggir á því að mæta hegðun með forvitni – ekki refsingu. Með því að skilja hvað liggur að baki hegðun getum við stutt barnið til að vaxa í sjálfsþekkingu. Hanna Hjertaas segir: „Fyrir aftan hverja hegðun barns býr tilfinning sem þarfnast tengingar. Þegar við hjálpum barninu að finna og tjá tilfinningarnar sínar, þarf það ekki lengur að hrópa þær út í gegnum hegðun.“ 3a. ART og TIME OUT – áhrif kerfisins á börn ART (Aggression Replacement Training) hefur verið innleitt í mörgum skólum sem úrræði fyrir börn með hegðunarvanda. Þó að ætlunin sé að hjálpa börnum að læra félagsfærni og sjálfstjórn, er nálgunin oft byggð á ytri stýringu, umbun og kerfisbundinni aðgreiningu frá öðrum nemendum. TIME OUT aðferðin, þar sem barn er tekið úr aðstæðum og látið „róa sig niður“, er dæmi um úrræði sem getur virst gagnlegt á yfirborðinu. En í stað þess að kenna barni að vinna með tilfinningar sínar, upplifir barnið einangrun og skömm. Það lærir að tilfinningar séu óæskilegar og að það þurfi að draga sig í hlé frá öðrum þegar það á erfitt. Eins og Dr. Bruce Lipton segir: „The moment a child begins to feel shame for natural emotional expression, the stress response activates. Over time, this becomes part of their biology.“ 4. Hverju hefur tilfinningagreind kennt mér sem móður og kennara? Tilfinningagreind hefur kennt mér að hegðun barns er oft aðeins birtingarmynd innri óöryggis. Að það sem virðist vera "óþekkt" er oft kallað eftir tengslum. Þegar barn fær að upplifa og fá orð á tilfinningar sínar minnkar þörfin fyrir að sýna óæskilega hegðun. Tengsl lækna – ekki stjórn. Dr. Gabor Maté segir: „Það sem hvert barn þarfnast er að vera séð, heyrt, skilið og haldið utan um. Ef það vantar, verður hegðun að tungumáli þarfa sem ekki hafa verið mætt.“ 5. Að ala upp manneskju – ekki bara þægilegt barn Við getum valið að ala upp börn sem vita hvernig þeim líður – í stað þess að einblína á að þau hegði sér eins og okkur hentar. Þegar börn fá að vera með öllum sínum tilfinningum í öruggu umhverfi, byggist sjálfstraust og samkennd. Þá læra þau að vera þau sjálf – ekki bara það sem aðrir vilja. Herdís Pálsdóttir bendir á: „Tilfinningagreind þroskast í öruggu sambandi. Börn læra sjálfsstjórn ekki með umbun og refsingu, heldur með því að einhver sé með þeim þegar tilfinningarnar flæða yfir.“ Niðurlag Ég ætla ekki að fordæma foreldra eða kennara sem nota aðferðir atferlisfræðinnar – ég var ein af þeim. En ég vil varpa ljósi á að það eru til aðrar leiðir. Leiðir sem byggja á tengingu, hlýju og tilfinningalegri viðveru. Börnin okkar þurfa ekki stjórn – þau þurfa tengsl. Dr. Gabor Maté skrifar: „Hegðun barns er ekki vandamálið — hún er birtingarmynd vandans.“ Dr. Bessel van der Kolk segir: „Að geta fundið til öryggis með öðrum er líklega mikilvægasti þátturinn í andlegri heilsu.“ Eg vil meina að frelsi er ekki að fá að gera allt sem maður vill, heldur að fá að upplifa allar tilfinningar án þess að upplifa skömm. Ég þakka þeim sem lásu Höfundur er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Heimildaskrá Maté, Gabor. In the Realm of Hungry Ghosts: Close Encounters with Addiction. Vintage Canada, 2008. Maté, Gabor. Hold On to Your Kids: Why Parents Need to Matter More Than Peers. Ballantine Books, 2011. Miller, Alice. The Drama of the Gifted Child: The Search for the True Self. Basic Books, 2001. van der Kolk, Bessel. The Body Keeps the Score: Brain, Mind, and Body in the Healing of Trauma. Viking, 2014. Lipton, Bruce H. The Biology of Belief: Unleashing the Power of Consciousness, Matter & Miracles. Hay House, 2005. Hjertaas, Hanna. EQ-terapi og følelseskompetanse. EQ Institute, Noregur. Pálsdóttir, Herdís o.fl. Geðrækt í skólastarfi: Grunnstoðir og leiðir. Háskóli Íslands, Ritröð Rannsóknarstofu í uppeldis- og menntunarfræðum, 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ég er fimm barna móðir og á fimm barnabörn. Ég er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Ég hef starfað bæði í leik- og grunnskólum og þekki því vel til þeirra kerfa sem eru notuð til að „leiðrétta hegðun“ barna. Færð verðlaun þegar þú klárar… færð stjörnu þegar…Í gegnum árin studdist ég við atferlisfræðina – í kennslu, í uppeldi og í ráðgjöf. Ég reyndi að nota umbun og afleiðingar til að móta hegðun barna minna og nemenda. En alltaf var eitthvað sem strandaði. Þau fengu óbeint þau skilaboð að ef þeim tækist ekki ákveðið verkefni, væru þau ekki verðug að vera elskuð. Hvað með þau sem ekki réðu við verkefnið?Það var ekki fyrr en ég lærði tilfinningagreind og fór sjálf í gegnum djúpa innri vinnu sem ég áttaði mig á því hversu mikið af tilfinningum barna voru bældar – ekki vegna illvilja, heldur vegna þess að kerfið sjálft býður upp á stjórnun en ekki tengsl. 1. Hvað er atferlismeðferð? Atferlismeðferð byggir á rannsóknum atferlisstefnunnar sem þróaðist á 20. öld. Meðferðarformin byggja á klassískri og virkri skilyrðingu: að styrkja hegðun sem telst æskileg og draga úr þeirri sem ekki þykir viðeigandi. Í skólaumhverfi hefur þessi nálgun þýtt umbunarkerfi, afleiðingar og hegðunarstjórnun. 2. Þegar barn hættir að gráta – ekki vegna öryggis, heldur vegna einmanaleika Barnið hættir að gráta – en ekki af því að því líður betur, heldur vegna þess að það óttast höfnun. Við sjáum breytingu á hegðun, en ekki innri ró. Það lærir að bæla tilfinninguna, ekki að vinna með hana. Og það lærir að hlýðni skilar samþykki, en ekki að það sé í lagi að vera með sárar tilfinningar. Dr. Alice Miller skrifar: „Barn sem er refsað fyrir að finna til reiði eða sorgar lærir að bæla þessar tilfinningar — ekki vegna þess að þær hverfi, heldur af því að þær verða hættulegar að sýna.“ 3. Atferlismeðferð byggir á ótta eða umbun, ekki tengslum Það sem vantar í atferlisfræðina er það sem börn þurfa mest: öruggt tilfinningalegt rými, tengsl, samkennd, vitund um innri heim. Tilfinningagreind byggir á því að mæta hegðun með forvitni – ekki refsingu. Með því að skilja hvað liggur að baki hegðun getum við stutt barnið til að vaxa í sjálfsþekkingu. Hanna Hjertaas segir: „Fyrir aftan hverja hegðun barns býr tilfinning sem þarfnast tengingar. Þegar við hjálpum barninu að finna og tjá tilfinningarnar sínar, þarf það ekki lengur að hrópa þær út í gegnum hegðun.“ 3a. ART og TIME OUT – áhrif kerfisins á börn ART (Aggression Replacement Training) hefur verið innleitt í mörgum skólum sem úrræði fyrir börn með hegðunarvanda. Þó að ætlunin sé að hjálpa börnum að læra félagsfærni og sjálfstjórn, er nálgunin oft byggð á ytri stýringu, umbun og kerfisbundinni aðgreiningu frá öðrum nemendum. TIME OUT aðferðin, þar sem barn er tekið úr aðstæðum og látið „róa sig niður“, er dæmi um úrræði sem getur virst gagnlegt á yfirborðinu. En í stað þess að kenna barni að vinna með tilfinningar sínar, upplifir barnið einangrun og skömm. Það lærir að tilfinningar séu óæskilegar og að það þurfi að draga sig í hlé frá öðrum þegar það á erfitt. Eins og Dr. Bruce Lipton segir: „The moment a child begins to feel shame for natural emotional expression, the stress response activates. Over time, this becomes part of their biology.“ 4. Hverju hefur tilfinningagreind kennt mér sem móður og kennara? Tilfinningagreind hefur kennt mér að hegðun barns er oft aðeins birtingarmynd innri óöryggis. Að það sem virðist vera "óþekkt" er oft kallað eftir tengslum. Þegar barn fær að upplifa og fá orð á tilfinningar sínar minnkar þörfin fyrir að sýna óæskilega hegðun. Tengsl lækna – ekki stjórn. Dr. Gabor Maté segir: „Það sem hvert barn þarfnast er að vera séð, heyrt, skilið og haldið utan um. Ef það vantar, verður hegðun að tungumáli þarfa sem ekki hafa verið mætt.“ 5. Að ala upp manneskju – ekki bara þægilegt barn Við getum valið að ala upp börn sem vita hvernig þeim líður – í stað þess að einblína á að þau hegði sér eins og okkur hentar. Þegar börn fá að vera með öllum sínum tilfinningum í öruggu umhverfi, byggist sjálfstraust og samkennd. Þá læra þau að vera þau sjálf – ekki bara það sem aðrir vilja. Herdís Pálsdóttir bendir á: „Tilfinningagreind þroskast í öruggu sambandi. Börn læra sjálfsstjórn ekki með umbun og refsingu, heldur með því að einhver sé með þeim þegar tilfinningarnar flæða yfir.“ Niðurlag Ég ætla ekki að fordæma foreldra eða kennara sem nota aðferðir atferlisfræðinnar – ég var ein af þeim. En ég vil varpa ljósi á að það eru til aðrar leiðir. Leiðir sem byggja á tengingu, hlýju og tilfinningalegri viðveru. Börnin okkar þurfa ekki stjórn – þau þurfa tengsl. Dr. Gabor Maté skrifar: „Hegðun barns er ekki vandamálið — hún er birtingarmynd vandans.“ Dr. Bessel van der Kolk segir: „Að geta fundið til öryggis með öðrum er líklega mikilvægasti þátturinn í andlegri heilsu.“ Eg vil meina að frelsi er ekki að fá að gera allt sem maður vill, heldur að fá að upplifa allar tilfinningar án þess að upplifa skömm. Ég þakka þeim sem lásu Höfundur er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Heimildaskrá Maté, Gabor. In the Realm of Hungry Ghosts: Close Encounters with Addiction. Vintage Canada, 2008. Maté, Gabor. Hold On to Your Kids: Why Parents Need to Matter More Than Peers. Ballantine Books, 2011. Miller, Alice. The Drama of the Gifted Child: The Search for the True Self. Basic Books, 2001. van der Kolk, Bessel. The Body Keeps the Score: Brain, Mind, and Body in the Healing of Trauma. Viking, 2014. Lipton, Bruce H. The Biology of Belief: Unleashing the Power of Consciousness, Matter & Miracles. Hay House, 2005. Hjertaas, Hanna. EQ-terapi og følelseskompetanse. EQ Institute, Noregur. Pálsdóttir, Herdís o.fl. Geðrækt í skólastarfi: Grunnstoðir og leiðir. Háskóli Íslands, Ritröð Rannsóknarstofu í uppeldis- og menntunarfræðum, 2017.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun