Gísli Þorgeir Kristjánsson er tilnefndur, hann átti frábært tímabil með Magdeburg sem endaði í 2. sæti í deildinni. Magdeburg vann einnig Meistaradeildina en Gísli var valinn besti leikmaður MVP (verðmætasti leikmaðurinn) úrslitahelgarinnar.
Ómar Ingi Magnússon er einnig tilnefndur en hann er liðsfélagi Gísla í Magdeburg. Hann var markahæsti leikmaður liðsins í þýsku deildinni með 152 mörk, auk þess sem hann var markahæsti leikmaður liðsins í Meistaradeildinni með 79 mörk.
Orri Freyr Þorkelsson er svo þriðji Íslendingurinn sem er tilnefndur en hann spilar fyir Sporting í Portugal. Þeir unnu Portúgölsku deildina sem hann átti stóran þátt í.