Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“ Aron Guðmundsson skrifar 19. júní 2025 08:32 Sigurður Pétursson hefur skrifað undir eins árs samning við Bónus deildar lið Álftaness í körfubolta og stefnir á að vinna titla þar. Hann kemur frá liði Keflavíkur. Vísir/Ívar Körfuboltamaðurinn Sigurður Pétursson bjó við það lúxusvandamál að geta valið úr tilboðum frá liðum hér heima eftir tímabilið. Hann kaus að segja skilið við Keflavík, vini sína og bróður þar, og semja við Álftanes þar sem að hann stefnir á að vinna titla. Sigurður, sem hafði leikið stórt hlutverk hjá Keflavík og orðið bikarmeistari árið 2023, gerir eins árs samning við Álftanes. Hann gat valið úr mörgum tilboðum hér heima eftir tímabilið. „Ég er búinn að pæla vel og lengi í þessu, hafði marga valkosti úr að velja og allir voru þeir góðir. Það var lúxusvandamál. Þetta var ekki auðvelt val en svona endaði þetta.“ „Það var erfitt fyrir mig að fórna Keflavík, félögum mínum þar og samfélaginu. Ég átti mjög góðar stundir í Keflavík en ég hugsaði hvort væri mikilvægara, að vera í þægindarammanum með öllum vinum sínum eða fara all-in í körfuboltanum. Ég bý í bænum, það er erfitt að keyra á milli. Þetta var erfitt en svona endaði þetta.“ Hvað er það sem heillar einna helst við Álftanes? „Þetta er bara ungt og nýtt lið. Góðir leikmenn og metnaðarfullur þjálfari í Kjartani. Spennandi verkefni fram undan. Það eru miklar væntingar hjá þessu félagi, bæjarfélaginu í heild sinni og metnaður. Kjartan, Haukur og stjórnin stefna öll hátt. Það er markmiðið, að vinna allt.“ „Erum enn vinir“ Á meðan að Sigurður tók stökkið yfir í Álftanes samdi eldri bróðir hans Hilmar á ný við Keflavík. Var hann eitthvað að reyna sannfæra þig um að vera áfram? „Auðvitað vildi hann hafa mig áfram en hann er 25 ára gamall og þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði. Hann vill það besta fyrir mig og ég það besta fyrir hann. Við erum enn vinir.“ Síðasta tímabil hjá Keflavík. Það var mikils vænst af ykkur en þið náðuð ekki að fóta ykkur. Liðinn dálítill tími núna frá síðasta leik hvernig horfir þetta við þér núna? „Erfitt tímabil, okkur var spáð fyrsta sætinu en það gekk ekki og þetta er allt ófyrirsjáanlegt bæði varðandi útlendingamál og einhvern veginn small þetta ekki saman. Persónulega var ég að díla við meiðsli og kannski spilaði ekki minn besta körfubolta. Þetta var erfitt tímabil en alltaf skemmtilegt þrátt fyrir að það gangi illa.“ Ekki endilega sammála ákvörðun föður síns Í byrjun febrúar á miðju tímabili hætti faðir Sigurðar og Hilmars, Pétur Ingvarsson að þjálfa liðið eftir dræm úrslit. „Þetta var auðvitað mjög skrítið þegar að hann hættir og ég var kannski ekkert endilega sammála því að hann ætti að hætta en það hafði gengið hjá öðrum liðum. Þetta var erfitt en við erum fljótir að aðlagast. Þetta var ekkert mál.“ Dreymir um Eurobasket Eftir að hafa glímt við meiðsli á síðasta tímabili stefnir Sigurður á að vera orðinn hundrað prósent klár í átök næsta tímabils. „Ég stefni á það. Ég braut á mér höndina og glímdi við nárameiðsli en hef verið að vinna í þeim málum, er ekki lengur í gifsi og hjá styrktarþjálfara að styrkja nárann og stefni á að vera 100% á næsta tímabili.“ En honum dreymir einnig um að fara með íslenska landsliðinu á Eurobasket í Póllandi í haust eftir að hafa verið viðloðandi landsliðið. Flestum íslenskum körfuboltamönnum dreymir um að spila þarna á EM, keppa á móti þessum stóru þjóðum á borð við Frakkland og Slóveníu. Dekka Luka Doncic og Victor Wembanyama. Þetta væri náttúrulega bara draumur en maður þarf að vinna sér inn fyrir þessu, þetta er ekkert gefið.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Sigurður, sem hafði leikið stórt hlutverk hjá Keflavík og orðið bikarmeistari árið 2023, gerir eins árs samning við Álftanes. Hann gat valið úr mörgum tilboðum hér heima eftir tímabilið. „Ég er búinn að pæla vel og lengi í þessu, hafði marga valkosti úr að velja og allir voru þeir góðir. Það var lúxusvandamál. Þetta var ekki auðvelt val en svona endaði þetta.“ „Það var erfitt fyrir mig að fórna Keflavík, félögum mínum þar og samfélaginu. Ég átti mjög góðar stundir í Keflavík en ég hugsaði hvort væri mikilvægara, að vera í þægindarammanum með öllum vinum sínum eða fara all-in í körfuboltanum. Ég bý í bænum, það er erfitt að keyra á milli. Þetta var erfitt en svona endaði þetta.“ Hvað er það sem heillar einna helst við Álftanes? „Þetta er bara ungt og nýtt lið. Góðir leikmenn og metnaðarfullur þjálfari í Kjartani. Spennandi verkefni fram undan. Það eru miklar væntingar hjá þessu félagi, bæjarfélaginu í heild sinni og metnaður. Kjartan, Haukur og stjórnin stefna öll hátt. Það er markmiðið, að vinna allt.“ „Erum enn vinir“ Á meðan að Sigurður tók stökkið yfir í Álftanes samdi eldri bróðir hans Hilmar á ný við Keflavík. Var hann eitthvað að reyna sannfæra þig um að vera áfram? „Auðvitað vildi hann hafa mig áfram en hann er 25 ára gamall og þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði. Hann vill það besta fyrir mig og ég það besta fyrir hann. Við erum enn vinir.“ Síðasta tímabil hjá Keflavík. Það var mikils vænst af ykkur en þið náðuð ekki að fóta ykkur. Liðinn dálítill tími núna frá síðasta leik hvernig horfir þetta við þér núna? „Erfitt tímabil, okkur var spáð fyrsta sætinu en það gekk ekki og þetta er allt ófyrirsjáanlegt bæði varðandi útlendingamál og einhvern veginn small þetta ekki saman. Persónulega var ég að díla við meiðsli og kannski spilaði ekki minn besta körfubolta. Þetta var erfitt tímabil en alltaf skemmtilegt þrátt fyrir að það gangi illa.“ Ekki endilega sammála ákvörðun föður síns Í byrjun febrúar á miðju tímabili hætti faðir Sigurðar og Hilmars, Pétur Ingvarsson að þjálfa liðið eftir dræm úrslit. „Þetta var auðvitað mjög skrítið þegar að hann hættir og ég var kannski ekkert endilega sammála því að hann ætti að hætta en það hafði gengið hjá öðrum liðum. Þetta var erfitt en við erum fljótir að aðlagast. Þetta var ekkert mál.“ Dreymir um Eurobasket Eftir að hafa glímt við meiðsli á síðasta tímabili stefnir Sigurður á að vera orðinn hundrað prósent klár í átök næsta tímabils. „Ég stefni á það. Ég braut á mér höndina og glímdi við nárameiðsli en hef verið að vinna í þeim málum, er ekki lengur í gifsi og hjá styrktarþjálfara að styrkja nárann og stefni á að vera 100% á næsta tímabili.“ En honum dreymir einnig um að fara með íslenska landsliðinu á Eurobasket í Póllandi í haust eftir að hafa verið viðloðandi landsliðið. Flestum íslenskum körfuboltamönnum dreymir um að spila þarna á EM, keppa á móti þessum stóru þjóðum á borð við Frakkland og Slóveníu. Dekka Luka Doncic og Victor Wembanyama. Þetta væri náttúrulega bara draumur en maður þarf að vinna sér inn fyrir þessu, þetta er ekkert gefið.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira