Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2025 12:12 Fjölmargir kvenkyns listamenn koma fram á vökunni annað kvöld. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét/Einar Aðstandendur Kvennaárs blása til Kvennavöku að kvöldi dags í Hljómskálagarðinum þann 19. júní, á morgun. Tilefnið er meðal annars 110 ára afmæli kosningarréttar kvenna, en árið í ár hefur verið skilgreint sem sérstakt Kvennaár, þar sem ýmissa sögulegra tímamóta er minnst og kröfur um fullnaðarjafnrétti settar fram. Bríet, Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Heimilistónar og mammaðín koma fram. Guðrún Árný stýrir samsöng á tónleikunum og Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“ verða kynnar. „Við vildum fylla sviðið af kraftmiklum konum og kvárum, sem flytja tónlist með boðskap sem fær fólk ekki aðeins til að steita hnefann, heldur öskursyngja með,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Ég held að það verði meira en bara andakvak sem ómar yfir Tjörninni þetta kvöld,“ bætir hún við. Eina takmarkið að hafa gaman „Við viljum að konur og kvár geti tekið sér hlé frá amstri dagsins og sleppt sér aðeins í kvöldsólinni. Margir þeirra viðburða sem við bjóðum upp á eru fræðandi eða jafnvel svolítið þungir. Í þetta skiptið er eina takmarkið að hafa gaman. Að finna kraftinn í samstöðunni,“ bætir hún við og hvetur konur og þau kvár sem finna sig í félagsskapnum til þess að taka kvöldið frá. Tónlist og matur í Hljómskálagarðinum Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 í Hljómskálagarðinum og standa í um tvo tíma. „Það eru jafnframt alls kyns fyrirpartý í boði, svo um að gera að kíkja í eitt svoleiðis eða koma snemma niður í Hljómskálagarð og gæða sér á götubita.“ Fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks taka höndum saman og hafa lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár, ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum, en líka ár þar sem konur og kvár koma saman í krafti samstöðu og dansa, öskra og syngja. Kvennár stendur yfir allt árið 2025 og nánari upplýsingar um kröfur og dagskrá ársins eru á kvennaar.is. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Sjá meira
Bríet, Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Heimilistónar og mammaðín koma fram. Guðrún Árný stýrir samsöng á tónleikunum og Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“ verða kynnar. „Við vildum fylla sviðið af kraftmiklum konum og kvárum, sem flytja tónlist með boðskap sem fær fólk ekki aðeins til að steita hnefann, heldur öskursyngja með,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Ég held að það verði meira en bara andakvak sem ómar yfir Tjörninni þetta kvöld,“ bætir hún við. Eina takmarkið að hafa gaman „Við viljum að konur og kvár geti tekið sér hlé frá amstri dagsins og sleppt sér aðeins í kvöldsólinni. Margir þeirra viðburða sem við bjóðum upp á eru fræðandi eða jafnvel svolítið þungir. Í þetta skiptið er eina takmarkið að hafa gaman. Að finna kraftinn í samstöðunni,“ bætir hún við og hvetur konur og þau kvár sem finna sig í félagsskapnum til þess að taka kvöldið frá. Tónlist og matur í Hljómskálagarðinum Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 í Hljómskálagarðinum og standa í um tvo tíma. „Það eru jafnframt alls kyns fyrirpartý í boði, svo um að gera að kíkja í eitt svoleiðis eða koma snemma niður í Hljómskálagarð og gæða sér á götubita.“ Fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks taka höndum saman og hafa lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár, ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum, en líka ár þar sem konur og kvár koma saman í krafti samstöðu og dansa, öskra og syngja. Kvennár stendur yfir allt árið 2025 og nánari upplýsingar um kröfur og dagskrá ársins eru á kvennaar.is.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”