Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2025 12:12 Fjölmargir kvenkyns listamenn koma fram á vökunni annað kvöld. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét/Einar Aðstandendur Kvennaárs blása til Kvennavöku að kvöldi dags í Hljómskálagarðinum þann 19. júní, á morgun. Tilefnið er meðal annars 110 ára afmæli kosningarréttar kvenna, en árið í ár hefur verið skilgreint sem sérstakt Kvennaár, þar sem ýmissa sögulegra tímamóta er minnst og kröfur um fullnaðarjafnrétti settar fram. Bríet, Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Heimilistónar og mammaðín koma fram. Guðrún Árný stýrir samsöng á tónleikunum og Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“ verða kynnar. „Við vildum fylla sviðið af kraftmiklum konum og kvárum, sem flytja tónlist með boðskap sem fær fólk ekki aðeins til að steita hnefann, heldur öskursyngja með,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Ég held að það verði meira en bara andakvak sem ómar yfir Tjörninni þetta kvöld,“ bætir hún við. Eina takmarkið að hafa gaman „Við viljum að konur og kvár geti tekið sér hlé frá amstri dagsins og sleppt sér aðeins í kvöldsólinni. Margir þeirra viðburða sem við bjóðum upp á eru fræðandi eða jafnvel svolítið þungir. Í þetta skiptið er eina takmarkið að hafa gaman. Að finna kraftinn í samstöðunni,“ bætir hún við og hvetur konur og þau kvár sem finna sig í félagsskapnum til þess að taka kvöldið frá. Tónlist og matur í Hljómskálagarðinum Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 í Hljómskálagarðinum og standa í um tvo tíma. „Það eru jafnframt alls kyns fyrirpartý í boði, svo um að gera að kíkja í eitt svoleiðis eða koma snemma niður í Hljómskálagarð og gæða sér á götubita.“ Fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks taka höndum saman og hafa lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár, ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum, en líka ár þar sem konur og kvár koma saman í krafti samstöðu og dansa, öskra og syngja. Kvennár stendur yfir allt árið 2025 og nánari upplýsingar um kröfur og dagskrá ársins eru á kvennaar.is. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Bríet, Reykjavíkurdætur, Countess Malaise, Heimilistónar og mammaðín koma fram. Guðrún Árný stýrir samsöng á tónleikunum og Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“ verða kynnar. „Við vildum fylla sviðið af kraftmiklum konum og kvárum, sem flytja tónlist með boðskap sem fær fólk ekki aðeins til að steita hnefann, heldur öskursyngja með,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Ég held að það verði meira en bara andakvak sem ómar yfir Tjörninni þetta kvöld,“ bætir hún við. Eina takmarkið að hafa gaman „Við viljum að konur og kvár geti tekið sér hlé frá amstri dagsins og sleppt sér aðeins í kvöldsólinni. Margir þeirra viðburða sem við bjóðum upp á eru fræðandi eða jafnvel svolítið þungir. Í þetta skiptið er eina takmarkið að hafa gaman. Að finna kraftinn í samstöðunni,“ bætir hún við og hvetur konur og þau kvár sem finna sig í félagsskapnum til þess að taka kvöldið frá. Tónlist og matur í Hljómskálagarðinum Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 í Hljómskálagarðinum og standa í um tvo tíma. „Það eru jafnframt alls kyns fyrirpartý í boði, svo um að gera að kíkja í eitt svoleiðis eða koma snemma niður í Hljómskálagarð og gæða sér á götubita.“ Fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks taka höndum saman og hafa lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár, ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum, en líka ár þar sem konur og kvár koma saman í krafti samstöðu og dansa, öskra og syngja. Kvennár stendur yfir allt árið 2025 og nánari upplýsingar um kröfur og dagskrá ársins eru á kvennaar.is.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira