Ræða Höllu: Facebookfrí, staða drengja og hatrömm heift Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 12:52 Kristrún lagði blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar og Halla flutti ávarp. Vísir/Viktor Freyr Halla Tómasdóttir forseti Íslands fór um víðan völl í hátíðarræðu sinni á hátíðarstund lýðveldisins á Austurvelli í dag. Áralöng hefð hefur verið fyrir því að forsætisráðherra flytji ávarp á athöfninni en í ár bauð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Höllu að flytja ávarpið. Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. Þá hafði Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra ekki viljað víkja fyrir Guðna og frekar viljað halda í hefðina. Ísland vettvangur samtals um frið Fyrst vatt Halla sér að heimsmálunum og sagðist eins og aðrir hafa áhyggjur af stöðu þeirra, margt í veröldinni gefi tilefni til vonleysis. „Það er ekki upplífgandi að verða vitni að hatrömmum deilum á samtalstorgum samfélagsmiðla, sem eru sannarlega ekki til eftirbreytni, allra síst þegar í hlut eiga valdamestu menn heimsins sem ættu að vera öðrum fyrirmyndir. Það er enn þungbærara, þyngra en tárum taki, að sjá, nánast í beinni útsendingu, óbreytta borgara, þar með talið þúsundir barna, verða fórnarlömb stríðsátaka og glæpa.“ Þá setti hún heimsmálin í samhengi við íslensku þjóðina. „Jafnvel á okkar litla friðsæla landi getur heiftin verið svo hatrömm að sumum þykir nóg um og skrúfa fyrir fréttirnar, vilja frekar loka augunum en horfa upp á ósómann. Aðrir festast í bergmálshelli sinna eigin skoðana og viðhorfa. Við verðum að horfast í augu við stöðuna, byggja brýr, draga upp áttavitann og bretta upp ermar.“ Framtíðin komi þó sífellt á óvart og hægt sé að ímynda sér að á næsta ári, þegar fjörutíu ár verða liðin frá leiðtogafundinum í Höfða, gæti Ísland aftur orðið vettvangur samtals um frið. Tvö afmæli og sköpunarkraftur lofaður Halla kom einnig inn á íslenska menningu og vakti athygli á 75 ára afmæli Þjóðleikhússins í ár. „Það þótti mögulega langsótt markmið fyrir eina fátækustu þjóð Evrópu að reisa sér höll utan um sögur sínar og sköpunarkraft. Bygging Þjóðleikhússins spannaði heimskreppu og heimsstyrjöld en með seiglu tókst að ljúka ætlunarverkinu og Þjóðleikhúsið var vígt á fyrstu árum lýðveldis okkar.“ Sömileiðis nefnir hús 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hrósar Íslendingum fyrir metnað og sköpunarkraft á sviði menningar. Hún nefnir listahjónin Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egil Ólafsson, sem nýverið fengu heiðursverðlaun fyrir framlag þeirra til kvikmyndalistarinnar. Þá nefnir hún Kjartan Ragnarsson leikara, leikskáld og leikstjóra. Sonur hans, Ragnar, hlaut einnig í síðustu viku heiðursviðurkenningu Útflutningsverðlauna forseta Íslands. „Metnaður þjóðarinnar rís líklega hvergi hærra en í sköpunarmættinum. Ekki aðeins í listum, heldur einnig í nýsköpun í vísindum og viðskiptum,“ segir Halla og hrósar fyrirtækinu Össuri fyrir framlag sitt á sviði mannúðar og velferðar. Ætlar í samfélagsmiðlafrí Jafnréttismál voru einnig til umfjöllunar í ræðu Höllu en hún sagði þjóðina hafa verk að vinna þrátt fyrir að skara fram úr í jafnréttismálum. „Einnig er brýnt að berjast fyrir jafnrétti á fleiri sviðum en milli kynjanna og hugsa ég þar meðal annars til stöðu drengja, og til jafnréttis óháð kynslóð og uppruna.“ Þá brýndi hún fyrir Íslendingum að fjölga samverustundum, horfast í augu hvorn við annan og leggja símann til hliðar. „Notum orðin okkar, hlýðum á hljómfall þeirra, njótum þess hve dásamlegt og einstakt tungumál við eigum og kennum nýjum Íslendingum að tala það. Við vitum að nýir Íslendingar geta lært málið vel.“ Í því sambandi minntist hún á vinkonurnar þrjár sem dúxuðu allar Fjölbrautaskólann við Ármúla og fengu verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku. Þá kom Halla aftur inn á símanotkun Íslendinga, samskipti, hugrekki og bros. „Sjálf ætla ég að ganga á undan með góðu fordæmi og fara í sumarfrí frá Facebook og almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og haustið með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa. Ég ætla frekar að fjölga samtölum í raunheimum, taka þátt í og standa fyrir fleiri samtölum með von um að á næsta ári höldum við Þjóðfund og ræðum þá framtíð sem bíður barna okkar. Ég ætla að halda áfram að brosa, þótt sumum finnist nóg um, faðma þá sem það þiggja og efla hugrekki mitt og annarra til að mæta krefjandi tímum af mennsku og mildi.“ 17. júní Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Áralöng hefð hefur verið fyrir því að forsætisráðherra flytji ávarp á athöfninni en í ár bauð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Höllu að flytja ávarpið. Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. Þá hafði Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra ekki viljað víkja fyrir Guðna og frekar viljað halda í hefðina. Ísland vettvangur samtals um frið Fyrst vatt Halla sér að heimsmálunum og sagðist eins og aðrir hafa áhyggjur af stöðu þeirra, margt í veröldinni gefi tilefni til vonleysis. „Það er ekki upplífgandi að verða vitni að hatrömmum deilum á samtalstorgum samfélagsmiðla, sem eru sannarlega ekki til eftirbreytni, allra síst þegar í hlut eiga valdamestu menn heimsins sem ættu að vera öðrum fyrirmyndir. Það er enn þungbærara, þyngra en tárum taki, að sjá, nánast í beinni útsendingu, óbreytta borgara, þar með talið þúsundir barna, verða fórnarlömb stríðsátaka og glæpa.“ Þá setti hún heimsmálin í samhengi við íslensku þjóðina. „Jafnvel á okkar litla friðsæla landi getur heiftin verið svo hatrömm að sumum þykir nóg um og skrúfa fyrir fréttirnar, vilja frekar loka augunum en horfa upp á ósómann. Aðrir festast í bergmálshelli sinna eigin skoðana og viðhorfa. Við verðum að horfast í augu við stöðuna, byggja brýr, draga upp áttavitann og bretta upp ermar.“ Framtíðin komi þó sífellt á óvart og hægt sé að ímynda sér að á næsta ári, þegar fjörutíu ár verða liðin frá leiðtogafundinum í Höfða, gæti Ísland aftur orðið vettvangur samtals um frið. Tvö afmæli og sköpunarkraftur lofaður Halla kom einnig inn á íslenska menningu og vakti athygli á 75 ára afmæli Þjóðleikhússins í ár. „Það þótti mögulega langsótt markmið fyrir eina fátækustu þjóð Evrópu að reisa sér höll utan um sögur sínar og sköpunarkraft. Bygging Þjóðleikhússins spannaði heimskreppu og heimsstyrjöld en með seiglu tókst að ljúka ætlunarverkinu og Þjóðleikhúsið var vígt á fyrstu árum lýðveldis okkar.“ Sömileiðis nefnir hús 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hrósar Íslendingum fyrir metnað og sköpunarkraft á sviði menningar. Hún nefnir listahjónin Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egil Ólafsson, sem nýverið fengu heiðursverðlaun fyrir framlag þeirra til kvikmyndalistarinnar. Þá nefnir hún Kjartan Ragnarsson leikara, leikskáld og leikstjóra. Sonur hans, Ragnar, hlaut einnig í síðustu viku heiðursviðurkenningu Útflutningsverðlauna forseta Íslands. „Metnaður þjóðarinnar rís líklega hvergi hærra en í sköpunarmættinum. Ekki aðeins í listum, heldur einnig í nýsköpun í vísindum og viðskiptum,“ segir Halla og hrósar fyrirtækinu Össuri fyrir framlag sitt á sviði mannúðar og velferðar. Ætlar í samfélagsmiðlafrí Jafnréttismál voru einnig til umfjöllunar í ræðu Höllu en hún sagði þjóðina hafa verk að vinna þrátt fyrir að skara fram úr í jafnréttismálum. „Einnig er brýnt að berjast fyrir jafnrétti á fleiri sviðum en milli kynjanna og hugsa ég þar meðal annars til stöðu drengja, og til jafnréttis óháð kynslóð og uppruna.“ Þá brýndi hún fyrir Íslendingum að fjölga samverustundum, horfast í augu hvorn við annan og leggja símann til hliðar. „Notum orðin okkar, hlýðum á hljómfall þeirra, njótum þess hve dásamlegt og einstakt tungumál við eigum og kennum nýjum Íslendingum að tala það. Við vitum að nýir Íslendingar geta lært málið vel.“ Í því sambandi minntist hún á vinkonurnar þrjár sem dúxuðu allar Fjölbrautaskólann við Ármúla og fengu verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku. Þá kom Halla aftur inn á símanotkun Íslendinga, samskipti, hugrekki og bros. „Sjálf ætla ég að ganga á undan með góðu fordæmi og fara í sumarfrí frá Facebook og almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og haustið með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa. Ég ætla frekar að fjölga samtölum í raunheimum, taka þátt í og standa fyrir fleiri samtölum með von um að á næsta ári höldum við Þjóðfund og ræðum þá framtíð sem bíður barna okkar. Ég ætla að halda áfram að brosa, þótt sumum finnist nóg um, faðma þá sem það þiggja og efla hugrekki mitt og annarra til að mæta krefjandi tímum af mennsku og mildi.“
17. júní Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira