Tíu staðreyndir um íslenskt samfélag Snorri Másson skrifar 17. júní 2025 10:02 Á þjóðhátíðardaginn er viðeigandi að við sameinumst um þá ágætu hugmynd okkar að vera Íslendingar. Til þess að svo megi verða, er ábyrgð okkar stjórnmálamanna mikil. Á þessum degi er rétt að við bregðum út af vananum, sleppum því að vera leiðinlegir og sneiðum alfarið hjá því að segja eitthvað sem misbýður samlöndum okkar svo mjög að þeir hætti að vilja deila með okkur þjóðerni. Ég geri því hlé á iðju minni og býð í staðinn upp á tíu nokkuð jákvæðar staðreyndir um íslenskt samfélag í tilefni dagsins. Dæmi nú hver fyrir sig hvort við getum ekki bara verið sammála um þær flestar: Við erum sjálfstæð þjóð með full forráð yfir eigin auðlindum. Okkur hefur tekist með hugviti og eljusemi að hagnýta þær auðlindir í okkar eigin þágu. Sannarlega má deila um skiptingu gæðanna en það virðist að minnsta kosti ekki útbreidd skoðun að auðlindir þjóðarinnar séu í höndum óvinveitts andstæðings okkar. Það eru mikil lífsgæði að búa í okkar örugga samfélagi, þar sem traust nær slíkum hæðum að þeir rugluðustu skilja jafnvel útidyrahurðina eftir opna. Þar að auki er, í samanburði við mörg önnur samfélög, lítið um ofbeldi á Íslandi. Það er afar ríkt í okkar menningu að greiða heldur úr ágreiningi með öðrum hætti. Íslendingum hefur auðnast að komast í gegnum styrjaldarátök sögunnar án teljandi stóráfalla fyrir land og þjóð. Við erum sannarlega fjarri heimsins vígaslóð og höfum gert vel í að gefa það ætíð sterklega til kynna, að við erum ekki að reyna að trufla neinn. Sama hvað hver segir, ríkir töluvert meiri félagslegur hreyfanleiki á Íslandi en gengur og gerist. Ef þú getur eitthvað, er hreinlega það lítið af fólki hérna að þú hlýtur að fá glufu til að sanna það fyrr eða síðar. Auðvitað skiptir máli hvaðan þú kemur en það skiptir flesta meira máli hvert þú ert að fara. Í stofnanavæddu samfélagi þar sem flest verkefni samfélagsins eru komin í farveg þaulskipulagðra kerfa með fínpússuðum launatöxtum, eimir eftir af veröld sem var. Stór hópur fólks, sjálfboðaliða, gefur vinnu í stórum stíl án þess að biðja um neitt í staðinn. Allt frá björgunarsveitum og hjálparsamtökum hvers konar og til listamanna sem eiga aldrei krónu eða atkvæðamanna í íþróttahreyfingu sem vinna út frá hugsjón einni saman. Ég veit ekki alveg hvar við værum án þessa fólks. Hér er raunverulega til eitthvað sem heitir samheldið samfélag með djúpar sameiginlegar rætur. Maður gleymir þessu auðvitað oft en man þetta svo snarlega þegar áföll dynja yfir. Þá gætir samtakamáttar sem máir hæglega út þær átakalínur sem kunna að vera á milli manna frá degi til dags. Þótt maður finni þetta einna skýrast í miðri gæsahúðinni yfir náungakærleiknum vegna einstakra atvika, eru áhrifin aðeins svona sterk af því að þetta er djúplega satt. Þótt vissulega hafi margir þverrandi trú á vissum einingum „kerfisins“ hér á landi, líður mér ekki eins og raunverulegar efasemdir séu uppi á meðal fólks um grunnstoðir hins lýðræðislega kerfis. Öllu heldur er sagt frá ríflegri kosningaþátttöku ungs fólks. Ég finn á þessum hópi að hann vill laga Ísland, búa á Íslandi og svo finn ég að eldra fólk hefur hér ekki allsendis misst þá trú, eins og víða annars staðar, að líf afkomenda þeirra geti orðið betra en þeirra. Íslendingar eru í grunninn stoltir af því að vera Íslendingar, að minnsta kosti ef við spólum til baka um svona fimmtán ár og leggjum til hliðar pólitískar þrætur okkar daga um þjóðerni. Virðing fyrir tungumálinu sameinar okkur þvert á þjóðfélagshópa, enda varðveitir tungumálið innsta kjarna menningar okkar. Sérstaða okkar í menningarsögu heims eru miðaldabókmenntir okkar, varðveittar á skinnbókum, sögur sem Íslendingar nútímans eru færir um að njóta til fulls án sérmenntunar. Frá landnámi hefur því verið hér einstæð menningarleg samfella á veraldarvísu. Loks er lykillinn að öllu hollur matur. Lambakjöt, nautakjöt, fiskur úr sjó, grænmeti og frábærar mjólkurvörur. Prótín er orð dagsins og við erum fyrirmynd heimsins í skyrinu. Bara drykkurinn Hleðsla er afburðavöruþróun. Nýlega sá ég síðan mikla byltingu sem er hreinn íslenskur kefír frá Mjólku með viðbættu íslensku mysuprótíni, sem annars fer til spillis. Á tímum „upplýsingaóreiðu“ um næringarfræði, erum við í góðri stöðu að geta bara gengið út frá greiðu aðgengi að hreinni og góðri íslenskri fæðu. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn 17. júní Alþingi Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardaginn er viðeigandi að við sameinumst um þá ágætu hugmynd okkar að vera Íslendingar. Til þess að svo megi verða, er ábyrgð okkar stjórnmálamanna mikil. Á þessum degi er rétt að við bregðum út af vananum, sleppum því að vera leiðinlegir og sneiðum alfarið hjá því að segja eitthvað sem misbýður samlöndum okkar svo mjög að þeir hætti að vilja deila með okkur þjóðerni. Ég geri því hlé á iðju minni og býð í staðinn upp á tíu nokkuð jákvæðar staðreyndir um íslenskt samfélag í tilefni dagsins. Dæmi nú hver fyrir sig hvort við getum ekki bara verið sammála um þær flestar: Við erum sjálfstæð þjóð með full forráð yfir eigin auðlindum. Okkur hefur tekist með hugviti og eljusemi að hagnýta þær auðlindir í okkar eigin þágu. Sannarlega má deila um skiptingu gæðanna en það virðist að minnsta kosti ekki útbreidd skoðun að auðlindir þjóðarinnar séu í höndum óvinveitts andstæðings okkar. Það eru mikil lífsgæði að búa í okkar örugga samfélagi, þar sem traust nær slíkum hæðum að þeir rugluðustu skilja jafnvel útidyrahurðina eftir opna. Þar að auki er, í samanburði við mörg önnur samfélög, lítið um ofbeldi á Íslandi. Það er afar ríkt í okkar menningu að greiða heldur úr ágreiningi með öðrum hætti. Íslendingum hefur auðnast að komast í gegnum styrjaldarátök sögunnar án teljandi stóráfalla fyrir land og þjóð. Við erum sannarlega fjarri heimsins vígaslóð og höfum gert vel í að gefa það ætíð sterklega til kynna, að við erum ekki að reyna að trufla neinn. Sama hvað hver segir, ríkir töluvert meiri félagslegur hreyfanleiki á Íslandi en gengur og gerist. Ef þú getur eitthvað, er hreinlega það lítið af fólki hérna að þú hlýtur að fá glufu til að sanna það fyrr eða síðar. Auðvitað skiptir máli hvaðan þú kemur en það skiptir flesta meira máli hvert þú ert að fara. Í stofnanavæddu samfélagi þar sem flest verkefni samfélagsins eru komin í farveg þaulskipulagðra kerfa með fínpússuðum launatöxtum, eimir eftir af veröld sem var. Stór hópur fólks, sjálfboðaliða, gefur vinnu í stórum stíl án þess að biðja um neitt í staðinn. Allt frá björgunarsveitum og hjálparsamtökum hvers konar og til listamanna sem eiga aldrei krónu eða atkvæðamanna í íþróttahreyfingu sem vinna út frá hugsjón einni saman. Ég veit ekki alveg hvar við værum án þessa fólks. Hér er raunverulega til eitthvað sem heitir samheldið samfélag með djúpar sameiginlegar rætur. Maður gleymir þessu auðvitað oft en man þetta svo snarlega þegar áföll dynja yfir. Þá gætir samtakamáttar sem máir hæglega út þær átakalínur sem kunna að vera á milli manna frá degi til dags. Þótt maður finni þetta einna skýrast í miðri gæsahúðinni yfir náungakærleiknum vegna einstakra atvika, eru áhrifin aðeins svona sterk af því að þetta er djúplega satt. Þótt vissulega hafi margir þverrandi trú á vissum einingum „kerfisins“ hér á landi, líður mér ekki eins og raunverulegar efasemdir séu uppi á meðal fólks um grunnstoðir hins lýðræðislega kerfis. Öllu heldur er sagt frá ríflegri kosningaþátttöku ungs fólks. Ég finn á þessum hópi að hann vill laga Ísland, búa á Íslandi og svo finn ég að eldra fólk hefur hér ekki allsendis misst þá trú, eins og víða annars staðar, að líf afkomenda þeirra geti orðið betra en þeirra. Íslendingar eru í grunninn stoltir af því að vera Íslendingar, að minnsta kosti ef við spólum til baka um svona fimmtán ár og leggjum til hliðar pólitískar þrætur okkar daga um þjóðerni. Virðing fyrir tungumálinu sameinar okkur þvert á þjóðfélagshópa, enda varðveitir tungumálið innsta kjarna menningar okkar. Sérstaða okkar í menningarsögu heims eru miðaldabókmenntir okkar, varðveittar á skinnbókum, sögur sem Íslendingar nútímans eru færir um að njóta til fulls án sérmenntunar. Frá landnámi hefur því verið hér einstæð menningarleg samfella á veraldarvísu. Loks er lykillinn að öllu hollur matur. Lambakjöt, nautakjöt, fiskur úr sjó, grænmeti og frábærar mjólkurvörur. Prótín er orð dagsins og við erum fyrirmynd heimsins í skyrinu. Bara drykkurinn Hleðsla er afburðavöruþróun. Nýlega sá ég síðan mikla byltingu sem er hreinn íslenskur kefír frá Mjólku með viðbættu íslensku mysuprótíni, sem annars fer til spillis. Á tímum „upplýsingaóreiðu“ um næringarfræði, erum við í góðri stöðu að geta bara gengið út frá greiðu aðgengi að hreinni og góðri íslenskri fæðu. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun