Verða boðaðar kjarabætur örorkulífeyristaka að veruleika eða ekki? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:31 Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun