Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:09 Hanna Katrín Friðriksson segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðherra segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ráðast á stofnanir ríkisins til að „þvinga fram aðra niðurstöðu“ vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjöldum. Hún kærir sig lítið um ásakanir um blekkingar. Eftir þrjár breytingartillögur frá atvinnuveganefnd sé frumvarpið nú tilbúið í aðra umræðu. „Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, í aðsendri grein á Vísi. „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi.“ Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld í lok mars og var það lagt fyrir Alþingi 1. maí. Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var kynnt höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent út tilkynningu þar sem fyrirhugaðar breytingar voru gagnrýndar. Á kynningarfundinum sagði Hanna Katrín breytingarnar á lögunum snúast „eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti.“ Þjóðin fengi einn þriðja af hagnaði útgerðanna en útgerðin tvo þriðju. Veiðigjöldin hefðu átt að vera mun hærri á árum áður og sé verið að leiðrétta þau. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. „Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt,“ segir Hanna Katrín. Hækka frítekjumark til að vernda minni aðila Þegar tillagan fór í fyrstu umræðu fyrir Alþingi var slegið met en ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. Fór svo þannig að hún var samþykkt og fór málið til atvinnuveganefndar þingsins. Frumvarpið er nú tilbúið í aðra umræðu. „Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín segir atvinnuveganefnd hafi lagt fram þrjár breytingartillögur á frumvarpinu. Fyrst hafi aðferðafræði útreikninganna verið gerð skýrari og frítekjumark hækkað til að vernda minni fyrirtæki. Miðað verði við áttatíu prósent af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds á makríl. „Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna,“ segir Hanna Katrín. Haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða þingið SFS hefur verið fremst í flokki hvað varðar gagnrýni á frumvarpinu. Til að mynda létu fulltrúar SFS útbúa auglýsingu þar sem norskir athafnamenn furða sig á fyriráætlunum. Ráðmenn gagnrýndu auglýsinguna harðlega og sagði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hana lýsa firringu. „Hvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar,“ segir Hanna Katrín. „Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Hún segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Þar sé einungis fólk sem vinni störf sín af fagmennsku og heilindum. „Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“ Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
„Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, í aðsendri grein á Vísi. „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi.“ Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld í lok mars og var það lagt fyrir Alþingi 1. maí. Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var kynnt höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent út tilkynningu þar sem fyrirhugaðar breytingar voru gagnrýndar. Á kynningarfundinum sagði Hanna Katrín breytingarnar á lögunum snúast „eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti.“ Þjóðin fengi einn þriðja af hagnaði útgerðanna en útgerðin tvo þriðju. Veiðigjöldin hefðu átt að vera mun hærri á árum áður og sé verið að leiðrétta þau. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. „Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt,“ segir Hanna Katrín. Hækka frítekjumark til að vernda minni aðila Þegar tillagan fór í fyrstu umræðu fyrir Alþingi var slegið met en ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. Fór svo þannig að hún var samþykkt og fór málið til atvinnuveganefndar þingsins. Frumvarpið er nú tilbúið í aðra umræðu. „Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín segir atvinnuveganefnd hafi lagt fram þrjár breytingartillögur á frumvarpinu. Fyrst hafi aðferðafræði útreikninganna verið gerð skýrari og frítekjumark hækkað til að vernda minni fyrirtæki. Miðað verði við áttatíu prósent af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds á makríl. „Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna,“ segir Hanna Katrín. Haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða þingið SFS hefur verið fremst í flokki hvað varðar gagnrýni á frumvarpinu. Til að mynda létu fulltrúar SFS útbúa auglýsingu þar sem norskir athafnamenn furða sig á fyriráætlunum. Ráðmenn gagnrýndu auglýsinguna harðlega og sagði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hana lýsa firringu. „Hvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar,“ segir Hanna Katrín. „Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Hún segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Þar sé einungis fólk sem vinni störf sín af fagmennsku og heilindum. „Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“
Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira