Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 12:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigri í Meistaradeildinni í gær og fyrir aftan hann má sjá Ómar Inga Magnússon faðma einn starfsmann liðsins. Getty/Marius Becker/ Þýska liðið Magdeburg tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Þetta er í þriðja sinn sem félagið vinnur Meistaradeildina og meistaralið félagsins eiga það sameiginlegt að í aðalhlutverki var íslenskur landsliðsmaður. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti