Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 10:37 Langborðinu hefur yfirleitt verið komið fyrir á Laugavegi í kringum sumarsólstöður. Reykjavíkurborg Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt. Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí sem kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að auglýsa á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur. Síðustu fimm ár hafa veitingahúsin Sumac, Tíu sopar og Public house staðið fyrir svokölluðu langborði í kringum sumarsólstöður. Því verður aftur á móti frestað um að minnsta kosti tvær vikur í ár. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac, segist hafa síðustu fimm ár sent umsókn um leyfi um þremur vikum fyrir viðburðinn. En í þetta skipti bárust honum þau svör frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að Sumac þyrfti auglýsa leyfisveitinguna í fjórar vikur, en þá voru um þrjár vikur í viðburðinn. „Ég var ekki nógu upplýstur um það og við gátum ekki haldið þetta tuttugasta og fyrsta [júní] en fáum vonandi að halda þetta fimmta júlí,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. Leyfið er aftur á móti enn í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera haldinn í fjögur til fimm ár, og þetta hefur verið eins allt árin. En það eru ansi margar loopholes sem þarf að hoppa í gegnum til að halda einu grilli fyrir utan veitingastaðinn og eitt langborð.“ Hann vill að regluverkið sé einfaldað. „Þetta er mikið bákn sem við erum að díla við. Það mætti heldur betur einfalda þetta mikið til.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar nýlega. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge enn í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí sem kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að auglýsa á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur. Síðustu fimm ár hafa veitingahúsin Sumac, Tíu sopar og Public house staðið fyrir svokölluðu langborði í kringum sumarsólstöður. Því verður aftur á móti frestað um að minnsta kosti tvær vikur í ár. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac, segist hafa síðustu fimm ár sent umsókn um leyfi um þremur vikum fyrir viðburðinn. En í þetta skipti bárust honum þau svör frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að Sumac þyrfti auglýsa leyfisveitinguna í fjórar vikur, en þá voru um þrjár vikur í viðburðinn. „Ég var ekki nógu upplýstur um það og við gátum ekki haldið þetta tuttugasta og fyrsta [júní] en fáum vonandi að halda þetta fimmta júlí,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. Leyfið er aftur á móti enn í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera haldinn í fjögur til fimm ár, og þetta hefur verið eins allt árin. En það eru ansi margar loopholes sem þarf að hoppa í gegnum til að halda einu grilli fyrir utan veitingastaðinn og eitt langborð.“ Hann vill að regluverkið sé einfaldað. „Þetta er mikið bákn sem við erum að díla við. Það mætti heldur betur einfalda þetta mikið til.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar nýlega. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge enn í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira