Versta sem gæti gerzt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 14:31 Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun