Auðlindin er sameign – en verðmætasköpunin er ekki sjálfgefin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júní 2025 11:02 Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun