Auðlindin er sameign – en verðmætasköpunin er ekki sjálfgefin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júní 2025 11:02 Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun