Forsætisráðherra Spánar biður þjóðina afsökunar á spillingarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 16:02 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, á ekki sjö dagana sæla. Einn nánasti bandamaður hans er nú sakaður um mútuþægni. AP/Ng Han Guan Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar vegna náins ráðgjafa sem er grunaður um aðild að mútumáli. Nokkrir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Sánchez eru taldir bendlaðir við spillingarmálið. Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira