„Kanntu ekki að skammast þín?“ Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 12:35 Þorbjörg Sigríður svaraði Ingibjörgu fullum hálsi. Vísir Dómsmálaráðherra spurði Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, í tvígang hvort hún kynni ekki að skammast sín í pontu Alþingis. Forseti Alþingis sló á puttana á henni fyrir vikið. Það gerði hún í svari við fyrirspurn Ingibjargar um það hvort fjármálaráðherra væri hugsanlega að brjóta gegn stjórnarskrá með frumvarpi sínu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Ingibjörg hóf ræðu sína á að reifa helstu gagnrýni hagsmunaaðila á frumvarpinu og sagði það fela í sér beina eignatilfærslu milli kynslóða og stétta. Fjármálaráðherra vísaði slíkum málflutningi sjálfur á bug þegar hann ræddi við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það sem ríkið hættir að greiða í gegnum jöfnunarframlagið á að koma úr vösum verkafólks og eldri borgara. Við í Framsókn styðjum vissulega bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu. Það er hins vegar leiðin að markmiðinu, sem við gagnrýnum. Áhrifin geta numið allt að 35 milljörðum króna,“ sagði Ingibjörg meðal annars og benti á að áhrifin lendi hvað mest á fáum lífeyrissjóðum, til að mynda Stapa á Norðurlandi, sem gæti þurft að lækka greiðslur um allt að 7,5 prósent. Spyr hvort Daði brjóti gegn stjórnarskrá Því spyrji hún Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún telji að með frumvarpinu sé í reynd um að ræða eignaupptöku á réttindum sjóðsfélaga, sem brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég þakka háttvirtum þingmanni spurninguna og árétta það að ég er dómsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra. Ég hygg að það sé enginn ráðherra sem stundar það að leggja fram frumvarp í þeim tilgangi að brjóta stjórnarskrá. Að minnsta kosti er það liðin tíð að slík vinnubrögð séu stunduð hér,“ svaraði ráðherra. Það sé stef í frumvarpinu að jöfnunarframlagið komi til móts við þær áhyggjur sem Ingibjörg reifaði og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að fólk flykkist á örorkubætur vegna frumvarpsins, sem sé ágætlega undirbyggt. Endurtók spurninguna og ráðherra reiddist Ingibjörg virðist ekki hafa talið Þorbjörgu Sigríðu hafa svarað spurningu sinni og spurði því að nýju. „Telur hæstvirtur ráðherra að það sé í samræmi við jafnræði og 72. grein stjórnarskrárinnar að gera kjarabætur eins hóps með því að skerða áunnin réttindi verkafólks og eldri borgara?“ Þorbjörg Sigríður var ekki ánægð með þessa spurningu, líkt og sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan: „Ég átta mig á því að stjórnarandstaðan hér er illa stemmd vegna þess hvernig mál eru hér að spilast með veiðigjöld. Það er auðvitað óþolandi að menn séu að leika sér að því að koma hingað upp og væna ráðherra ríkisstjórnarinnar um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Þetta er slík óhæfa að það er með algjörum ólíkindum. Þú ert að væna ráðherra um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Mig langar að segja: Kanntu ekki að skammast þín? Kanntu ekki að skammast þín?“ spurði Þorbjörg Sigríður og uppskar nokkurn skarkala úr þingsal. Þórunn Sveinbjarnardóttir hringdi bjöllu sinni, stóð upp og bað hæstvirta ráðherra að gæta orða sinna og þingheim um að veita ræðumanni hljóð. „Svo held ég að það væri ágætt að allir önduðu í kviðinn í þessum sal.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ingibjörg hóf ræðu sína á að reifa helstu gagnrýni hagsmunaaðila á frumvarpinu og sagði það fela í sér beina eignatilfærslu milli kynslóða og stétta. Fjármálaráðherra vísaði slíkum málflutningi sjálfur á bug þegar hann ræddi við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það sem ríkið hættir að greiða í gegnum jöfnunarframlagið á að koma úr vösum verkafólks og eldri borgara. Við í Framsókn styðjum vissulega bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu. Það er hins vegar leiðin að markmiðinu, sem við gagnrýnum. Áhrifin geta numið allt að 35 milljörðum króna,“ sagði Ingibjörg meðal annars og benti á að áhrifin lendi hvað mest á fáum lífeyrissjóðum, til að mynda Stapa á Norðurlandi, sem gæti þurft að lækka greiðslur um allt að 7,5 prósent. Spyr hvort Daði brjóti gegn stjórnarskrá Því spyrji hún Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún telji að með frumvarpinu sé í reynd um að ræða eignaupptöku á réttindum sjóðsfélaga, sem brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég þakka háttvirtum þingmanni spurninguna og árétta það að ég er dómsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra. Ég hygg að það sé enginn ráðherra sem stundar það að leggja fram frumvarp í þeim tilgangi að brjóta stjórnarskrá. Að minnsta kosti er það liðin tíð að slík vinnubrögð séu stunduð hér,“ svaraði ráðherra. Það sé stef í frumvarpinu að jöfnunarframlagið komi til móts við þær áhyggjur sem Ingibjörg reifaði og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að fólk flykkist á örorkubætur vegna frumvarpsins, sem sé ágætlega undirbyggt. Endurtók spurninguna og ráðherra reiddist Ingibjörg virðist ekki hafa talið Þorbjörgu Sigríðu hafa svarað spurningu sinni og spurði því að nýju. „Telur hæstvirtur ráðherra að það sé í samræmi við jafnræði og 72. grein stjórnarskrárinnar að gera kjarabætur eins hóps með því að skerða áunnin réttindi verkafólks og eldri borgara?“ Þorbjörg Sigríður var ekki ánægð með þessa spurningu, líkt og sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan: „Ég átta mig á því að stjórnarandstaðan hér er illa stemmd vegna þess hvernig mál eru hér að spilast með veiðigjöld. Það er auðvitað óþolandi að menn séu að leika sér að því að koma hingað upp og væna ráðherra ríkisstjórnarinnar um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Þetta er slík óhæfa að það er með algjörum ólíkindum. Þú ert að væna ráðherra um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Mig langar að segja: Kanntu ekki að skammast þín? Kanntu ekki að skammast þín?“ spurði Þorbjörg Sigríður og uppskar nokkurn skarkala úr þingsal. Þórunn Sveinbjarnardóttir hringdi bjöllu sinni, stóð upp og bað hæstvirta ráðherra að gæta orða sinna og þingheim um að veita ræðumanni hljóð. „Svo held ég að það væri ágætt að allir önduðu í kviðinn í þessum sal.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira