„Kanntu ekki að skammast þín?“ Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 12:35 Þorbjörg Sigríður svaraði Ingibjörgu fullum hálsi. Vísir Dómsmálaráðherra spurði Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, í tvígang hvort hún kynni ekki að skammast sín í pontu Alþingis. Forseti Alþingis sló á puttana á henni fyrir vikið. Það gerði hún í svari við fyrirspurn Ingibjargar um það hvort fjármálaráðherra væri hugsanlega að brjóta gegn stjórnarskrá með frumvarpi sínu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Ingibjörg hóf ræðu sína á að reifa helstu gagnrýni hagsmunaaðila á frumvarpinu og sagði það fela í sér beina eignatilfærslu milli kynslóða og stétta. Fjármálaráðherra vísaði slíkum málflutningi sjálfur á bug þegar hann ræddi við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það sem ríkið hættir að greiða í gegnum jöfnunarframlagið á að koma úr vösum verkafólks og eldri borgara. Við í Framsókn styðjum vissulega bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu. Það er hins vegar leiðin að markmiðinu, sem við gagnrýnum. Áhrifin geta numið allt að 35 milljörðum króna,“ sagði Ingibjörg meðal annars og benti á að áhrifin lendi hvað mest á fáum lífeyrissjóðum, til að mynda Stapa á Norðurlandi, sem gæti þurft að lækka greiðslur um allt að 7,5 prósent. Spyr hvort Daði brjóti gegn stjórnarskrá Því spyrji hún Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún telji að með frumvarpinu sé í reynd um að ræða eignaupptöku á réttindum sjóðsfélaga, sem brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég þakka háttvirtum þingmanni spurninguna og árétta það að ég er dómsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra. Ég hygg að það sé enginn ráðherra sem stundar það að leggja fram frumvarp í þeim tilgangi að brjóta stjórnarskrá. Að minnsta kosti er það liðin tíð að slík vinnubrögð séu stunduð hér,“ svaraði ráðherra. Það sé stef í frumvarpinu að jöfnunarframlagið komi til móts við þær áhyggjur sem Ingibjörg reifaði og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að fólk flykkist á örorkubætur vegna frumvarpsins, sem sé ágætlega undirbyggt. Endurtók spurninguna og ráðherra reiddist Ingibjörg virðist ekki hafa talið Þorbjörgu Sigríðu hafa svarað spurningu sinni og spurði því að nýju. „Telur hæstvirtur ráðherra að það sé í samræmi við jafnræði og 72. grein stjórnarskrárinnar að gera kjarabætur eins hóps með því að skerða áunnin réttindi verkafólks og eldri borgara?“ Þorbjörg Sigríður var ekki ánægð með þessa spurningu, líkt og sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan: „Ég átta mig á því að stjórnarandstaðan hér er illa stemmd vegna þess hvernig mál eru hér að spilast með veiðigjöld. Það er auðvitað óþolandi að menn séu að leika sér að því að koma hingað upp og væna ráðherra ríkisstjórnarinnar um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Þetta er slík óhæfa að það er með algjörum ólíkindum. Þú ert að væna ráðherra um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Mig langar að segja: Kanntu ekki að skammast þín? Kanntu ekki að skammast þín?“ spurði Þorbjörg Sigríður og uppskar nokkurn skarkala úr þingsal. Þórunn Sveinbjarnardóttir hringdi bjöllu sinni, stóð upp og bað hæstvirta ráðherra að gæta orða sinna og þingheim um að veita ræðumanni hljóð. „Svo held ég að það væri ágætt að allir önduðu í kviðinn í þessum sal.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Ingibjörg hóf ræðu sína á að reifa helstu gagnrýni hagsmunaaðila á frumvarpinu og sagði það fela í sér beina eignatilfærslu milli kynslóða og stétta. Fjármálaráðherra vísaði slíkum málflutningi sjálfur á bug þegar hann ræddi við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það sem ríkið hættir að greiða í gegnum jöfnunarframlagið á að koma úr vösum verkafólks og eldri borgara. Við í Framsókn styðjum vissulega bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu. Það er hins vegar leiðin að markmiðinu, sem við gagnrýnum. Áhrifin geta numið allt að 35 milljörðum króna,“ sagði Ingibjörg meðal annars og benti á að áhrifin lendi hvað mest á fáum lífeyrissjóðum, til að mynda Stapa á Norðurlandi, sem gæti þurft að lækka greiðslur um allt að 7,5 prósent. Spyr hvort Daði brjóti gegn stjórnarskrá Því spyrji hún Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún telji að með frumvarpinu sé í reynd um að ræða eignaupptöku á réttindum sjóðsfélaga, sem brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég þakka háttvirtum þingmanni spurninguna og árétta það að ég er dómsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra. Ég hygg að það sé enginn ráðherra sem stundar það að leggja fram frumvarp í þeim tilgangi að brjóta stjórnarskrá. Að minnsta kosti er það liðin tíð að slík vinnubrögð séu stunduð hér,“ svaraði ráðherra. Það sé stef í frumvarpinu að jöfnunarframlagið komi til móts við þær áhyggjur sem Ingibjörg reifaði og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að fólk flykkist á örorkubætur vegna frumvarpsins, sem sé ágætlega undirbyggt. Endurtók spurninguna og ráðherra reiddist Ingibjörg virðist ekki hafa talið Þorbjörgu Sigríðu hafa svarað spurningu sinni og spurði því að nýju. „Telur hæstvirtur ráðherra að það sé í samræmi við jafnræði og 72. grein stjórnarskrárinnar að gera kjarabætur eins hóps með því að skerða áunnin réttindi verkafólks og eldri borgara?“ Þorbjörg Sigríður var ekki ánægð með þessa spurningu, líkt og sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan: „Ég átta mig á því að stjórnarandstaðan hér er illa stemmd vegna þess hvernig mál eru hér að spilast með veiðigjöld. Það er auðvitað óþolandi að menn séu að leika sér að því að koma hingað upp og væna ráðherra ríkisstjórnarinnar um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Þetta er slík óhæfa að það er með algjörum ólíkindum. Þú ert að væna ráðherra um að brjóta stjórnarskrá vitandi vits. Mig langar að segja: Kanntu ekki að skammast þín? Kanntu ekki að skammast þín?“ spurði Þorbjörg Sigríður og uppskar nokkurn skarkala úr þingsal. Þórunn Sveinbjarnardóttir hringdi bjöllu sinni, stóð upp og bað hæstvirta ráðherra að gæta orða sinna og þingheim um að veita ræðumanni hljóð. „Svo held ég að það væri ágætt að allir önduðu í kviðinn í þessum sal.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira