Hrósaði meirihlutanum og sendi þeim gamla pillu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 11:33 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins þótti fulltrúar gömlu ríkisstjórnarinnar heldur fámennir í nótt. Vísir/Vilhelm Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu. Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna. Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna.
Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira