Boðinn flutningur en tekur ekki afstöðu fyrr en ákvörðun liggur fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 19:10 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Vísir/Arnar Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra hafa boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, embætti sem ekki hefur verið starfrækt í fimmtán ár. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki embættinu fyrr en endanleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði nýlega með Helga Magnúsi en kvaðst ekki geta tjáð sig um fundinn að öðru leyti en að hún hafi lagt fram tillögur um lausn á hans málum. Heimildir hermdu þá að honum hafi verið boðin staða vararíkislögreglustjóra. Þá sagðist hún eiga von á niðurstöðu á allra næstu dögum, en síðan þá eru liðnar rúmar tvær vikur. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Tekur afstöðu í framhaldinu Helgi Magnús segir að honum hafi gefist kostur á að koma að athugasemdum vegna boðsins sem hann hafi gert. Ráðherra eigi þó enn eftir að taka lokaákvörðun, og hvenær hún liggur fyrir veit hann ekki. „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Það er eitthvað sem kæmi eftir á ef ráðherra tekur ákvörðun um að flytja mig, þá tek ég afstöðu til þess í framhaldinu,“ segir Helgi Magnús. Hann segist ekki vita hvort verkefnalýsing hans sem aðstoðarríkislögreglustjóri yrði sú sama og þegar embættið var starfrækt fyrr á öldinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir „Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði nýlega með Helga Magnúsi en kvaðst ekki geta tjáð sig um fundinn að öðru leyti en að hún hafi lagt fram tillögur um lausn á hans málum. Heimildir hermdu þá að honum hafi verið boðin staða vararíkislögreglustjóra. Þá sagðist hún eiga von á niðurstöðu á allra næstu dögum, en síðan þá eru liðnar rúmar tvær vikur. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Tekur afstöðu í framhaldinu Helgi Magnús segir að honum hafi gefist kostur á að koma að athugasemdum vegna boðsins sem hann hafi gert. Ráðherra eigi þó enn eftir að taka lokaákvörðun, og hvenær hún liggur fyrir veit hann ekki. „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Það er eitthvað sem kæmi eftir á ef ráðherra tekur ákvörðun um að flytja mig, þá tek ég afstöðu til þess í framhaldinu,“ segir Helgi Magnús. Hann segist ekki vita hvort verkefnalýsing hans sem aðstoðarríkislögreglustjóri yrði sú sama og þegar embættið var starfrækt fyrr á öldinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir „Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
„Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45
Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27