Boðinn flutningur en tekur ekki afstöðu fyrr en ákvörðun liggur fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 19:10 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Vísir/Arnar Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra hafa boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, embætti sem ekki hefur verið starfrækt í fimmtán ár. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki embættinu fyrr en endanleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði nýlega með Helga Magnúsi en kvaðst ekki geta tjáð sig um fundinn að öðru leyti en að hún hafi lagt fram tillögur um lausn á hans málum. Heimildir hermdu þá að honum hafi verið boðin staða vararíkislögreglustjóra. Þá sagðist hún eiga von á niðurstöðu á allra næstu dögum, en síðan þá eru liðnar rúmar tvær vikur. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Tekur afstöðu í framhaldinu Helgi Magnús segir að honum hafi gefist kostur á að koma að athugasemdum vegna boðsins sem hann hafi gert. Ráðherra eigi þó enn eftir að taka lokaákvörðun, og hvenær hún liggur fyrir veit hann ekki. „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Það er eitthvað sem kæmi eftir á ef ráðherra tekur ákvörðun um að flytja mig, þá tek ég afstöðu til þess í framhaldinu,“ segir Helgi Magnús. Hann segist ekki vita hvort verkefnalýsing hans sem aðstoðarríkislögreglustjóri yrði sú sama og þegar embættið var starfrækt fyrr á öldinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir „Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði nýlega með Helga Magnúsi en kvaðst ekki geta tjáð sig um fundinn að öðru leyti en að hún hafi lagt fram tillögur um lausn á hans málum. Heimildir hermdu þá að honum hafi verið boðin staða vararíkislögreglustjóra. Þá sagðist hún eiga von á niðurstöðu á allra næstu dögum, en síðan þá eru liðnar rúmar tvær vikur. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Tekur afstöðu í framhaldinu Helgi Magnús segir að honum hafi gefist kostur á að koma að athugasemdum vegna boðsins sem hann hafi gert. Ráðherra eigi þó enn eftir að taka lokaákvörðun, og hvenær hún liggur fyrir veit hann ekki. „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Það er eitthvað sem kæmi eftir á ef ráðherra tekur ákvörðun um að flytja mig, þá tek ég afstöðu til þess í framhaldinu,“ segir Helgi Magnús. Hann segist ekki vita hvort verkefnalýsing hans sem aðstoðarríkislögreglustjóri yrði sú sama og þegar embættið var starfrækt fyrr á öldinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir „Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45
Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27