Boðinn flutningur en tekur ekki afstöðu fyrr en ákvörðun liggur fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 19:10 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Vísir/Arnar Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra hafa boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, embætti sem ekki hefur verið starfrækt í fimmtán ár. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki embættinu fyrr en endanleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði nýlega með Helga Magnúsi en kvaðst ekki geta tjáð sig um fundinn að öðru leyti en að hún hafi lagt fram tillögur um lausn á hans málum. Heimildir hermdu þá að honum hafi verið boðin staða vararíkislögreglustjóra. Þá sagðist hún eiga von á niðurstöðu á allra næstu dögum, en síðan þá eru liðnar rúmar tvær vikur. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Tekur afstöðu í framhaldinu Helgi Magnús segir að honum hafi gefist kostur á að koma að athugasemdum vegna boðsins sem hann hafi gert. Ráðherra eigi þó enn eftir að taka lokaákvörðun, og hvenær hún liggur fyrir veit hann ekki. „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Það er eitthvað sem kæmi eftir á ef ráðherra tekur ákvörðun um að flytja mig, þá tek ég afstöðu til þess í framhaldinu,“ segir Helgi Magnús. Hann segist ekki vita hvort verkefnalýsing hans sem aðstoðarríkislögreglustjóri yrði sú sama og þegar embættið var starfrækt fyrr á öldinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir „Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði nýlega með Helga Magnúsi en kvaðst ekki geta tjáð sig um fundinn að öðru leyti en að hún hafi lagt fram tillögur um lausn á hans málum. Heimildir hermdu þá að honum hafi verið boðin staða vararíkislögreglustjóra. Þá sagðist hún eiga von á niðurstöðu á allra næstu dögum, en síðan þá eru liðnar rúmar tvær vikur. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Tekur afstöðu í framhaldinu Helgi Magnús segir að honum hafi gefist kostur á að koma að athugasemdum vegna boðsins sem hann hafi gert. Ráðherra eigi þó enn eftir að taka lokaákvörðun, og hvenær hún liggur fyrir veit hann ekki. „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Það er eitthvað sem kæmi eftir á ef ráðherra tekur ákvörðun um að flytja mig, þá tek ég afstöðu til þess í framhaldinu,“ segir Helgi Magnús. Hann segist ekki vita hvort verkefnalýsing hans sem aðstoðarríkislögreglustjóri yrði sú sama og þegar embættið var starfrækt fyrr á öldinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir „Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45
Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27