Pólitískar kreddur á kostnað skattgreiðenda Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. júní 2025 11:01 Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun