Þær sem láta frysta eggin sín halda stöðu sinni á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 10:02 Sloane Stephens lét frysta eggin sín á sínum tíma og fagnar sérstaklega nýrri reglugerð. Getty/Quinn Rooney Tenniskonur eru hvattar til að hugsa til framtíðar þegar kemur barneignum en þó á annan hátt en margir myndu halda. Við höfum heyrt mikið af mikilvægri baráttu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir fyrir því að knattspyrnukonur fái sitt barneignarleyfi en íþróttakonur gera farið aðra leið en að eignast barn strax. Þær geta líka undirbúið barneignir framtíðarinnar, þegar skórnir eru komnir upp á hillu, með því að nýta og varðveita eggin sín í dag. Yfirmenn Alþjóðlegu tennismótaraðarinnar, WTA, ætla þannig að hjálpa tenniskonum að huga að barneignum í framtíðinni með því að aðstoða þær við það að láta frysta eggin sín. Þær tenniskonur á WTA mótaröðinni sem hér eftir taka þá ákvörðun að láta frysta eggin sín munu um leið halda stöðu sinni á heimslistanum í tíu vikur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Einhver þeirra, sem er meðal 750 hæstu á heimslistanum, hefur þennan möguleika ef þær eyða meira en tíu vikum frá keppni vegna aðgerðarinnar. Tenniskonan Sloane Stephens, sem hefur unnið átta mót á WTA mótaröðinni á sínum ferli, fór í slíka aðgerð á ferli sínum en notaði undirbúningstímabilið til þess. Hún fagnar þessari breytingu sem hefði hjálpað henni mikið á sínum tíma. „Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá flýtti ég mér of mikið til baka. Ég var þá of þung og ekki ánægð með mig. Stressið fór alveg með mig,“ sagði Sloane Stephens í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Í annað skiptið þá gerði ég þetta allt öðruvísi til að passa upp á það að ég væri í betra formi. Ég fór í aðgerðina en gaf mér meiri tíma til að koma til baka,“ sagði Stephens. „Með því að verja stöðu þína á heimslistanum þá eru tenniskonur ekki þvingaðar í það að koma til baka of snemma en með því eru þær heldur ekki að taka áhættu með heilsu sína. Þetta er það besta í stöðunni,“ sagði Stephens. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Við höfum heyrt mikið af mikilvægri baráttu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir fyrir því að knattspyrnukonur fái sitt barneignarleyfi en íþróttakonur gera farið aðra leið en að eignast barn strax. Þær geta líka undirbúið barneignir framtíðarinnar, þegar skórnir eru komnir upp á hillu, með því að nýta og varðveita eggin sín í dag. Yfirmenn Alþjóðlegu tennismótaraðarinnar, WTA, ætla þannig að hjálpa tenniskonum að huga að barneignum í framtíðinni með því að aðstoða þær við það að láta frysta eggin sín. Þær tenniskonur á WTA mótaröðinni sem hér eftir taka þá ákvörðun að láta frysta eggin sín munu um leið halda stöðu sinni á heimslistanum í tíu vikur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Einhver þeirra, sem er meðal 750 hæstu á heimslistanum, hefur þennan möguleika ef þær eyða meira en tíu vikum frá keppni vegna aðgerðarinnar. Tenniskonan Sloane Stephens, sem hefur unnið átta mót á WTA mótaröðinni á sínum ferli, fór í slíka aðgerð á ferli sínum en notaði undirbúningstímabilið til þess. Hún fagnar þessari breytingu sem hefði hjálpað henni mikið á sínum tíma. „Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá flýtti ég mér of mikið til baka. Ég var þá of þung og ekki ánægð með mig. Stressið fór alveg með mig,“ sagði Sloane Stephens í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Í annað skiptið þá gerði ég þetta allt öðruvísi til að passa upp á það að ég væri í betra formi. Ég fór í aðgerðina en gaf mér meiri tíma til að koma til baka,“ sagði Stephens. „Með því að verja stöðu þína á heimslistanum þá eru tenniskonur ekki þvingaðar í það að koma til baka of snemma en með því eru þær heldur ekki að taka áhættu með heilsu sína. Þetta er það besta í stöðunni,“ sagði Stephens. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira