Starbucks frestar opnun fram í lok sumars Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 07:07 Annað kaffihús Starbucks í Reykjavík verður á Laugavegi. Hafliði Breiðfjör Opnun kaffihúsa Starbucks á Íslandi hefur verið frestað fram í ágúst. Framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi segir ástæðu tafanna vera seinagangur við leyfisveitingar. Ný reglugerð borgarinnar um hollustuhætti hafi tafið ferlið enn frekar. Stefnt var að því að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur nú í maí en nú er ljóst að reykvískir kaffiunnendur þurfi að bíða lengur. Morgunblaðið ræddi við Daníel Kára Stefánsson, framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi, sem segir nýja reglugerð sem hann vissi ekki af hafa tafið leyfisveitingarferlið umtalsvert. Fleiri í vandræðum vegna borgarinnar Aðstandendur Starbucks á Íslandi eru ekki þeir einu sem hafa ýmislegt að athuga við leyfisveitingarferlin hjá borginni en eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna bakarí í húsnæði við Barónsstíg 6. Axel Þorsteinsson bakari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi neyðst til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Ný reglugerð um hollustuhætti sem tók gildi í maí felur í sér að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum geta veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Vissi ekki af reglugerðinni Daníel Kári segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað af þessari reglugerð þegar hann sótti um rekstrarleyfi. Engar upplýsingar um það hafi legið fyrir á heimasíðu borgarinnar. „Þar var hvergi minnst á þetta ferli í leiðbeiningunum. Svo hringi ég í heilbrigðiseftirlitið til að taka stöðuna eftir að ég sendi inn umsókn og þá fæ ég þessar upplýsingar,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Þá segir hann einnig að viðhalda þurfi þjálfun starfsmanna á meðan beðið er eftir opnun og að það kosti sitt. Tilvonandi starfsmenn hafi meðal annars verið sendir í þjálfun til Spánar með tilheyrandi kostnaði. „Þeir verða alla vega í góðri þjálfun þegar við opnum,“ segir Daníel. Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Stefnt var að því að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur nú í maí en nú er ljóst að reykvískir kaffiunnendur þurfi að bíða lengur. Morgunblaðið ræddi við Daníel Kára Stefánsson, framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi, sem segir nýja reglugerð sem hann vissi ekki af hafa tafið leyfisveitingarferlið umtalsvert. Fleiri í vandræðum vegna borgarinnar Aðstandendur Starbucks á Íslandi eru ekki þeir einu sem hafa ýmislegt að athuga við leyfisveitingarferlin hjá borginni en eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna bakarí í húsnæði við Barónsstíg 6. Axel Þorsteinsson bakari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi neyðst til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Ný reglugerð um hollustuhætti sem tók gildi í maí felur í sér að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum geta veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Vissi ekki af reglugerðinni Daníel Kári segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað af þessari reglugerð þegar hann sótti um rekstrarleyfi. Engar upplýsingar um það hafi legið fyrir á heimasíðu borgarinnar. „Þar var hvergi minnst á þetta ferli í leiðbeiningunum. Svo hringi ég í heilbrigðiseftirlitið til að taka stöðuna eftir að ég sendi inn umsókn og þá fæ ég þessar upplýsingar,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Þá segir hann einnig að viðhalda þurfi þjálfun starfsmanna á meðan beðið er eftir opnun og að það kosti sitt. Tilvonandi starfsmenn hafi meðal annars verið sendir í þjálfun til Spánar með tilheyrandi kostnaði. „Þeir verða alla vega í góðri þjálfun þegar við opnum,“ segir Daníel.
Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira