„Ég valdi bara bestu gelluna, hún gæti reyndar verið mamma mín“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 08:01 Erika Nótt er með sjálfstraustið skrúfað í botn fyrir bardagann á föstudagskvöld. vísir / sigurjón Hnefaleikakonan Erika Nótt berst við konu sem er rúmlega tvöfalt eldri en hún á IceBox. Erika er skemmtikraftur sem ætlar ekki að hlaupa í hringi, heldur „traðka yfir hana.“ Erika er aðeins átján ára gömul en hefur unnið IceBox sjö sinnum áður og síðast í fyrra. Viðburðurinn í ár verður stærri en nokkru sinni fyrr og hún hefur undirbúið sig vel undanfarna mánuði með heimsklassa þjálfurum erlendis og tekið æfingabardaga gegn öflugum andstæðingum. „Til dæmis með heimsmeistara, silfur í heimsmeistaramóti, gull á Evrópumeistaramóti, æfði bara með bestu stelpum í heiminum. Ég var rosalega heppin að fá allt þetta“ sagði Erika í viðtali sem má sjá í spilaranum að ofan. Erika berst á föstudagskvöldið við mjög reynslumikinn andstæðing, Nora Guslander frá Svíþjóð, sem á að baki yfir hundrað bardaga og er um fertugt, hæglega nógu gömul til að vera móðir Eriku. „Mig langaði að sýna hvað ég get þannig að ég valdi bara bestu gelluna sem ég gat fundið … Hún gæti reyndar verið mamma mín en ég horfi bara á það sem plús sko, ég gæti alveg buffað mömmu mína þannig að ég ætti að geta buffað hana, ef maður hugsar þetta þannig. Mér finnst þetta bara gaman“ Erika hefur æft með heimsklassa þjálfurum í aðdraganda IceBox.vísir / sigurjón Þegar að IceBox kemur býr Erika hins vegar yfir meiri reynslu en nokkur annar boxari, hún hefur unnið viðburðinn oftast allra og segir ekkert skemmtilegra. „Það er ekkert eins og IceBox í heiminum, svo sjúkt að við erum með þetta hérna á Íslandi. Stemningin alltaf geggjuð, ég get ekki beðið eftir að sjá alla strákana með skiltin fyrir mig, mér finnst það geggjað. Ég fékk gæja til að lita Erika Night í hárið sitt, þetta er bara geggjað, það eru allir ógeðslega stemmdir heyrist mér sko.“ @erikanightnight How crazy is this guys #boxing🥊 #viral ♬ original sound - Erika Night Skemmtikrafturinn hleypur ekki í hringi Gegn mun eldri andstæðingi mætti ætla að hin unga og orkumikla Erika hlaupi hringi í kringum þá sænsku til að þreyta hana. „Að hlaupa í kringum hana getur verið sniðugt en svo er ég auðvitað performer. Mér finnst ekkert skemmtilegt þegar box er bara einhver að hlaupa og hlaupa og gellan eitthvað að elta hana allan tímann. Ég er boxari, ég er komin til að berjast og mig langar að hafa skemmtilegan bardaga. Margir halda að það sé svo sniðugt að hlaupa en það er líka sniðugt að bara traðka yfir hana, labba á hana og taka hana út þannig“ sagði hin skemmtilega kokhrausta Erika Nótt. IceBox fer fram í Kapakrika á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá klukkan hálf átta. Bardagi Eriku Nóttar og Laven Soufi er fyrstur á sjónvarpsdagskránni sem hefst klukkan 20.20. Upphitunarbardagar hefjast klukkan 19.15 og verða í beinni á Vísi. Hægt er að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig er hægt að kaupa aðgang að kvöldinu hjá Livey. Box Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Erika er aðeins átján ára gömul en hefur unnið IceBox sjö sinnum áður og síðast í fyrra. Viðburðurinn í ár verður stærri en nokkru sinni fyrr og hún hefur undirbúið sig vel undanfarna mánuði með heimsklassa þjálfurum erlendis og tekið æfingabardaga gegn öflugum andstæðingum. „Til dæmis með heimsmeistara, silfur í heimsmeistaramóti, gull á Evrópumeistaramóti, æfði bara með bestu stelpum í heiminum. Ég var rosalega heppin að fá allt þetta“ sagði Erika í viðtali sem má sjá í spilaranum að ofan. Erika berst á föstudagskvöldið við mjög reynslumikinn andstæðing, Nora Guslander frá Svíþjóð, sem á að baki yfir hundrað bardaga og er um fertugt, hæglega nógu gömul til að vera móðir Eriku. „Mig langaði að sýna hvað ég get þannig að ég valdi bara bestu gelluna sem ég gat fundið … Hún gæti reyndar verið mamma mín en ég horfi bara á það sem plús sko, ég gæti alveg buffað mömmu mína þannig að ég ætti að geta buffað hana, ef maður hugsar þetta þannig. Mér finnst þetta bara gaman“ Erika hefur æft með heimsklassa þjálfurum í aðdraganda IceBox.vísir / sigurjón Þegar að IceBox kemur býr Erika hins vegar yfir meiri reynslu en nokkur annar boxari, hún hefur unnið viðburðinn oftast allra og segir ekkert skemmtilegra. „Það er ekkert eins og IceBox í heiminum, svo sjúkt að við erum með þetta hérna á Íslandi. Stemningin alltaf geggjuð, ég get ekki beðið eftir að sjá alla strákana með skiltin fyrir mig, mér finnst það geggjað. Ég fékk gæja til að lita Erika Night í hárið sitt, þetta er bara geggjað, það eru allir ógeðslega stemmdir heyrist mér sko.“ @erikanightnight How crazy is this guys #boxing🥊 #viral ♬ original sound - Erika Night Skemmtikrafturinn hleypur ekki í hringi Gegn mun eldri andstæðingi mætti ætla að hin unga og orkumikla Erika hlaupi hringi í kringum þá sænsku til að þreyta hana. „Að hlaupa í kringum hana getur verið sniðugt en svo er ég auðvitað performer. Mér finnst ekkert skemmtilegt þegar box er bara einhver að hlaupa og hlaupa og gellan eitthvað að elta hana allan tímann. Ég er boxari, ég er komin til að berjast og mig langar að hafa skemmtilegan bardaga. Margir halda að það sé svo sniðugt að hlaupa en það er líka sniðugt að bara traðka yfir hana, labba á hana og taka hana út þannig“ sagði hin skemmtilega kokhrausta Erika Nótt. IceBox fer fram í Kapakrika á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá klukkan hálf átta. Bardagi Eriku Nóttar og Laven Soufi er fyrstur á sjónvarpsdagskránni sem hefst klukkan 20.20. Upphitunarbardagar hefjast klukkan 19.15 og verða í beinni á Vísi. Hægt er að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig er hægt að kaupa aðgang að kvöldinu hjá Livey.
Box Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira