Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:32 Katrín segir það gríðarlega þýðingarmikið að innan nefndarinnar starfi fólk sem komi frá öllum svæðum Evrópu og búi að þekkingu og reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu. Vísir/Arnar Halldórsson Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“ Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira