„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Tónlistarmaðurinn Khalid skein skært á Pride um helgina. Nicola Gell/Getty Images „Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride. Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“ Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“
Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“