Íslendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa foreldra“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 23:24 Fjöldi fólks mætti á minningarathöfn í miðborg Grenz í kvöld. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki. EPA Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz. „Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“ Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
„Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“
Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira