Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir fimm breytingar Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2025 17:31 Logi Tómasson fær sæti í byrjunarliðinu. Getty/Mike Egerton Arnar Gunnlaugsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá 3-1 sigri á Skotlandi á föstudag fyrir leik kvöldsins við Norður-Írland. Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira