VG skoðar samstarf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2025 13:48 Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún segir flokkinn skoða mögulegt samstarf við aðra flokka í aðdraganda kosninga næsta vor. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð. „Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni. Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni.
Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira